Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 24. febrúar 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hættu við að selja hlut í sjónvarpsrétti þýska boltans
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eigendur fótboltafélaga í efstu deild þýska boltans samþykktu í desember að leyfa utanaðkomandi aðilum að fjárfesta í Bundesliga TV og eignast þar með hlutfall af framtíðarsjónvarpsrétti þýska boltans.

Fótboltaunnendur í Þýskalandi tóku ekki vel í þessar fregnir og hafa ýmis mótmæli átt sér stað á leikjum í tveimur efstu deildum þýska boltans síðustu mánuði.

   07.02.2024 21:00
Þýskaland: Stuðningsmenn köstuðu tennisboltum í mótmælaskyni


Þessi mótmæli hafa færst í aukana nýverið og urðu svo hávær um síðustu helgi að stjórnendur hættu við áformin um að selja hlut í Bundesliga TV.

   18.02.2024 06:00
Leikfangabílar útbúnir blysum stöðvuðu viðureign Sveins Arons


Þýska deildakerfið hefði fengið um einn milljarð evra fyrir söluna og átti sá peningur að vera notaður til að auka gæðin í þýska boltanum.

Hans-Joachim Watzke er talsmaður stjórnar þýsku deildanna og svaraði hann spurningum. „Það virðist ekki mögulegt að fara þessa leið vegna stöðugra mótmæla, þó að langflestir eigendur séu sammála um að þetta samstarf sé nauðsynlegt fyrir framtíð þýska boltans," sagði Watzke.

„Þýskur fótbolti er á mjög viðkvæmum og mikilvægum tímapunkti í sinni sögu, sem hefur leitt til mótmæla. Mótmæli áhorfenda hafa neikvæð áhrif á þýska boltann og þess vegna höfum við tekið ákvörðun um að hætta við þessi áform."
Athugasemdir
banner
banner
banner