Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   mán 24. febrúar 2025 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Icelandair
Emilía á æfingu íslenska liðsins í Le Mans í gær.
Emilía á æfingu íslenska liðsins í Le Mans í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum gegn Sviss.
Úr leiknum gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera mjög fínt, Sviss var mjög næs staður og mér líkar vel hérna líka," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir miðjumaður Íslands við Fótbolta.net í Le Mans í Frakklandi gær en hún er með íslenska landsliðinu sem gerði markalaust jafntefli við Sviss í Zurich á föstudaginn og mætir svo Frökkum á morgun.

Aðspurð út í leikinn gegn Sviss sagði Emilía: „Hann var svolítið skrítinn, eftir leikinn var svolítið öðruvísi tilfinning því við spiluðum ekki okkar besta leik en náðum samt að loka alveg á svissneska liðið sem er gott lið," sagði hún en hvað fannst henni vanta uppá?

„Það vantaði aðeins meiri ró á boltann þegar við komum framar á völlinn. Við getum alveg gert það því við erum með mjög góða leikmenn í hópnum. Við getum sett meiri kröfur á okkur og vitum það öll sjálf."

Varstu hissa á að fá að byrja leikinn? „Ég býst aldrei við neinu þegar ég kem hingað inn. Ég geri mitt besta með félagsliðinu og hef alltaf verið mjög ánægð með að vera valin í landsliðshópinn. Það er bónus ef ég get hjálpað liðinu og Steini ákveður að ég eigi að byrja."

Er að hjá þér eins og mörgum öðrum í hópnum, tilhlökkin að fá að koma í hópinn og hitta stelpurnar?

„Já það er þannig, ég sé þær ekki daglega en svo kem ég hingað og er með þessum stelpum 24/7. Þetta er öðruvísi en mjög næs stelpur."

Hvernig leik heldurðu að við séum að fara í gegn Frökkum?

„Þetta verður öðruvísi leikur en gegn Sviss. Þetta er allt annað lið, heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum. Ég er mjög spennt að upplifa þetta tempó. Við erum við því búnar að varnarleikurinn þarf að vera mjög góður. Ég hef séð Frakkana í sjónvarpinu og á stórmótum og það er mjög spennandi að vera að fara að spila gegn þeim."

Nánar er rætt við Emilíu í spilaranum að ofan. Þar fer hún yfir ný félagaskipti sín til Leipzig í Þýskalandi og viðbrigðin við að fara þangað úr danska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner