Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mán 24. febrúar 2025 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Kvenaboltinn Icelandair
Emilía á æfingu íslenska liðsins í Le Mans í gær.
Emilía á æfingu íslenska liðsins í Le Mans í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum gegn Sviss.
Úr leiknum gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera mjög fínt, Sviss var mjög næs staður og mér líkar vel hérna líka," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir miðjumaður Íslands við Fótbolta.net í Le Mans í Frakklandi gær en hún er með íslenska landsliðinu sem gerði markalaust jafntefli við Sviss í Zurich á föstudaginn og mætir svo Frökkum á morgun.

Aðspurð út í leikinn gegn Sviss sagði Emilía: „Hann var svolítið skrítinn, eftir leikinn var svolítið öðruvísi tilfinning því við spiluðum ekki okkar besta leik en náðum samt að loka alveg á svissneska liðið sem er gott lið," sagði hún en hvað fannst henni vanta uppá?

„Það vantaði aðeins meiri ró á boltann þegar við komum framar á völlinn. Við getum alveg gert það því við erum með mjög góða leikmenn í hópnum. Við getum sett meiri kröfur á okkur og vitum það öll sjálf."

Varstu hissa á að fá að byrja leikinn? „Ég býst aldrei við neinu þegar ég kem hingað inn. Ég geri mitt besta með félagsliðinu og hef alltaf verið mjög ánægð með að vera valin í landsliðshópinn. Það er bónus ef ég get hjálpað liðinu og Steini ákveður að ég eigi að byrja."

Er að hjá þér eins og mörgum öðrum í hópnum, tilhlökkin að fá að koma í hópinn og hitta stelpurnar?

„Já það er þannig, ég sé þær ekki daglega en svo kem ég hingað og er með þessum stelpum 24/7. Þetta er öðruvísi en mjög næs stelpur."

Hvernig leik heldurðu að við séum að fara í gegn Frökkum?

„Þetta verður öðruvísi leikur en gegn Sviss. Þetta er allt annað lið, heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum. Ég er mjög spennt að upplifa þetta tempó. Við erum við því búnar að varnarleikurinn þarf að vera mjög góður. Ég hef séð Frakkana í sjónvarpinu og á stórmótum og það er mjög spennandi að vera að fara að spila gegn þeim."

Nánar er rætt við Emilíu í spilaranum að ofan. Þar fer hún yfir ný félagaskipti sín til Leipzig í Þýskalandi og viðbrigðin við að fara þangað úr danska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner