Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   mán 24. febrúar 2025 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Kvenaboltinn Icelandair
Emilía á æfingu íslenska liðsins í Le Mans í gær.
Emilía á æfingu íslenska liðsins í Le Mans í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum gegn Sviss.
Úr leiknum gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera mjög fínt, Sviss var mjög næs staður og mér líkar vel hérna líka," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir miðjumaður Íslands við Fótbolta.net í Le Mans í Frakklandi gær en hún er með íslenska landsliðinu sem gerði markalaust jafntefli við Sviss í Zurich á föstudaginn og mætir svo Frökkum á morgun.

Aðspurð út í leikinn gegn Sviss sagði Emilía: „Hann var svolítið skrítinn, eftir leikinn var svolítið öðruvísi tilfinning því við spiluðum ekki okkar besta leik en náðum samt að loka alveg á svissneska liðið sem er gott lið," sagði hún en hvað fannst henni vanta uppá?

„Það vantaði aðeins meiri ró á boltann þegar við komum framar á völlinn. Við getum alveg gert það því við erum með mjög góða leikmenn í hópnum. Við getum sett meiri kröfur á okkur og vitum það öll sjálf."

Varstu hissa á að fá að byrja leikinn? „Ég býst aldrei við neinu þegar ég kem hingað inn. Ég geri mitt besta með félagsliðinu og hef alltaf verið mjög ánægð með að vera valin í landsliðshópinn. Það er bónus ef ég get hjálpað liðinu og Steini ákveður að ég eigi að byrja."

Er að hjá þér eins og mörgum öðrum í hópnum, tilhlökkin að fá að koma í hópinn og hitta stelpurnar?

„Já það er þannig, ég sé þær ekki daglega en svo kem ég hingað og er með þessum stelpum 24/7. Þetta er öðruvísi en mjög næs stelpur."

Hvernig leik heldurðu að við séum að fara í gegn Frökkum?

„Þetta verður öðruvísi leikur en gegn Sviss. Þetta er allt annað lið, heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum. Ég er mjög spennt að upplifa þetta tempó. Við erum við því búnar að varnarleikurinn þarf að vera mjög góður. Ég hef séð Frakkana í sjónvarpinu og á stórmótum og það er mjög spennandi að vera að fara að spila gegn þeim."

Nánar er rætt við Emilíu í spilaranum að ofan. Þar fer hún yfir ný félagaskipti sín til Leipzig í Þýskalandi og viðbrigðin við að fara þangað úr danska boltanum.
Athugasemdir
banner