Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 24. febrúar 2025 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Icelandair
Emilía á æfingu íslenska liðsins í Le Mans í gær.
Emilía á æfingu íslenska liðsins í Le Mans í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum gegn Sviss.
Úr leiknum gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera mjög fínt, Sviss var mjög næs staður og mér líkar vel hérna líka," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir miðjumaður Íslands við Fótbolta.net í Le Mans í Frakklandi gær en hún er með íslenska landsliðinu sem gerði markalaust jafntefli við Sviss í Zurich á föstudaginn og mætir svo Frökkum á morgun.

Aðspurð út í leikinn gegn Sviss sagði Emilía: „Hann var svolítið skrítinn, eftir leikinn var svolítið öðruvísi tilfinning því við spiluðum ekki okkar besta leik en náðum samt að loka alveg á svissneska liðið sem er gott lið," sagði hún en hvað fannst henni vanta uppá?

„Það vantaði aðeins meiri ró á boltann þegar við komum framar á völlinn. Við getum alveg gert það því við erum með mjög góða leikmenn í hópnum. Við getum sett meiri kröfur á okkur og vitum það öll sjálf."

Varstu hissa á að fá að byrja leikinn? „Ég býst aldrei við neinu þegar ég kem hingað inn. Ég geri mitt besta með félagsliðinu og hef alltaf verið mjög ánægð með að vera valin í landsliðshópinn. Það er bónus ef ég get hjálpað liðinu og Steini ákveður að ég eigi að byrja."

Er að hjá þér eins og mörgum öðrum í hópnum, tilhlökkin að fá að koma í hópinn og hitta stelpurnar?

„Já það er þannig, ég sé þær ekki daglega en svo kem ég hingað og er með þessum stelpum 24/7. Þetta er öðruvísi en mjög næs stelpur."

Hvernig leik heldurðu að við séum að fara í gegn Frökkum?

„Þetta verður öðruvísi leikur en gegn Sviss. Þetta er allt annað lið, heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum. Ég er mjög spennt að upplifa þetta tempó. Við erum við því búnar að varnarleikurinn þarf að vera mjög góður. Ég hef séð Frakkana í sjónvarpinu og á stórmótum og það er mjög spennandi að vera að fara að spila gegn þeim."

Nánar er rætt við Emilíu í spilaranum að ofan. Þar fer hún yfir ný félagaskipti sín til Leipzig í Þýskalandi og viðbrigðin við að fara þangað úr danska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner