Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. mars 2020 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Alonso grátbað um að fara til Arsenal
Xabi Alonso
Xabi Alonso
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso, fyrrum leikmaður Liverpool og spænska landsliðsins, grátbað um að fara til Arsenal árið 2009 en það er Cesc Fabregas sem segir frá þessu í viðtali við Arsecast.

Alonso gekk til liðs við Liverpool árið 2004 og átti stóran þátt í að koma liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí tæpu ári síðar.

Hann yfirgaf Liverpool árið 2009 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann samdi við Real Madrid. Cesc Fabregas, sem var þá á mála hjá liðinu, segir hins vegar að leikmaðurinn hafi beðið um að fara til Arsenal.

„Ég var í símanum við Xabi allt sumarið og hann var ólmur í að koma og var að grátbiðja um að komast til Arsenal. Hann vildi koma og ég gerði mitt besta og talaði við þá menn sem sáu um leikmannamálin og viðraði mína skoðun. Þetta hefði verið frábær viðbót á þessum tíma," sagði Fabregas.

„Ég var að pirra mig á því hvað félagið gerði lítið því af því það hefði verið auðvelt að loka þessum díl. Ég er ekki í stjórn og sé þetta því frá öðru sjónarhorni en ef leikmaður vill koma þá ætti þetta ða vera auðvelt," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner