Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. mars 2020 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu leikinn: Eftirminnilegur sigur Argentínu á Englandi á HM 1986
Diego Maradona var magnaður á mótinu og leiddi Argentínu til sigurs í Mexíkó
Diego Maradona var magnaður á mótinu og leiddi Argentínu til sigurs í Mexíkó
Mynd: Getty Images
Leikur Argentínu og Englands í 8-liða úrslitum á HM 1986 er einn umtalaðasti leikur allra tíma en Diego Armando Maradona gerði þar tvö mörk og reyndist annað þeirra vægast sagt umdeilt.

Nú þegar hert samkomubann er á Íslandi og í fleiri löndum í heiminum þá er hægt að finna alls konar leiðir til að drepa tímann en hægt er að sjá marga eftirminnilega leiki á Youtube-síðu FIFA.

2-1 sigur Argentínu á Englandi árið 1986 er þar ofarlega á lista en Maradona skoraði með hendi guðs. Fjölmargir lesendur þekkja til Maradona og sáu hann spila hér árum áður en þeir geta nú rifjað upp þá tíma með því að horfa á leikinn í fullri lengd hér fyrir neðan.

Það er ekki síðra fyrir yngri kynslóðina að skoða þennan leik og snilli Maradona og fleiri leikmanna á vellinum.

Smelltu hér til að horfa á leik Argentínu og Englands frá HM í Mexíkó 1986

Fyrir þá sem vilja sjá aðra eftirminnilega leiki frá HM þá er hægt að skoða úrvalið á svæði FIFA á Youtube með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að skoða úrval af leikjum á HM

Þar má meðal annars finna úrslitaleik HM 2006 er Zinedine Zidane lauk ferli sínum með því að skalla Marco Materazzi í bringuna og var rekinn af velli, magnaður leikur Frakklands og Brasilíu á HM 1998 og þá eru leikir frá HM kvenna einnig á svæði FIFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner