fös 24. mars 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gæti opnað dyrnar fyrir Birki í Viking
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason er ekki í landsliðshópnum þessa stundina þar sem hann er ekki búinn að spila mikið með félagsliði sínu upp á síðkastið.

Birkir er á mála hjá Adana Demirspor í Tyrklandi en hann er að reyna að fá samningi sínum rift hjá félaginu.

Birkir hefur að undanförnu verið að æfa með Viking í Noregi en hann á góðar minningar þaðan eftir að hafa leikið með félaginu í upphafi ferils síns.

Það þykir nú æ líklegra að Birkir muni semja við Viking en á norska fjölmiðlinum Nettavisen er fjallað um það að félagið sé mögulega að selja sænska kantmanninn Kevin Kabran. Stabæk hefur sýnt áhuga á honum.

„Það gæti opnað dyrnar fyrir endurkomu gamals vinar í Viking," segir í greininni og þar er minnst á Birki.

Birkir er orðinn 34 ára gamall en hann gæti örugglega reynst liði Viking vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner