Ómar Atli Sigurðsson er nýr aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði ÍR en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.
Ómar er uppalinn ÍR-ingur en hann lék eitt tímabili með meistaraflokki félagsins árið 2019 þar sem hann spilaði fjóra leiki í 2. deildinni. Hann hefur einnig spilað fyrir Aftureldingu.
Hann ákvað að snúa sér alfarið að þjálfun en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá ÍR síðustu ár við góðan orðstír.
Ómar hefur nú tekið við sem aðstoðarþjálfari meistarflokks kvenna og mun sinna því samhliða því að þjálfa 4. flokk karla.
ÍR hafnaði í 4. sæti í 2. deildinni á síðasta árið með 32 stig.
Athugasemdir