Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. mars 2023 23:45
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Clarke framlengir við Skotland
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Steve Clarke er búinn að framlengja samning sinn við skoska landsliðið og verður við stjórnvölinn næstu þrjú ár.


Clarke tók við landsliðinu fyrir tæpum fjórum árum síðan og hefur gert fína hluti við stjórnvölinn. Hann kom Skotum á lokakeppni EM 2020 en mistókst að komast á HM í Katar eftir tap gegn Úkraínu í umspilinu.

„Mér líður virkilega vel með þessum leikmannahópi og ég hlakka til komandi tíma hjá landsliðinu. Ég elska þetta starf, maður hefur meiri tíma til að hugsa um hlutina. Stundum hefur maður alltof mikinn tíma og endar á að rugla sjálfan sig í ríminu," segir Clarke og bætir svo við. „Þetta heldur konunni líka ánægðri. Ég er miklu meira heima og af einhverjum ástæðum þá virðist konan elska það."

Clarke lék 6 leiki fyrir Skotland á tíma sínum sem atvinnumaður, en hann lék fyrir St. Mirren í Skotlandi og Chelsea á Englandi. Á þjálfaraferlinum hefur hann stýrt West Brom og Reading en þar áður var hann aðstoðarþjálfari hjá Liverpool og Chelsea.

Skotar spila fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2024 á heimavelli gegn Kýpur í dag og eiga svo annan heimaleik, í þetta skiptið við stórveldi Spánar, á þriðjudag. 

Leikmenn og stjórnendur skoska landsliðsins eru himinlifandi með störf Clarke og búast við að hann berjist um 2. sæti undanriðilsins fyrir EM. Skotland og Noregur verða þar í harðri baráttu.


Athugasemdir
banner
banner
banner