Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. apríl 2019 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Lekið úrvalsliði ársins - Pogba á miðjunni
Mynd: Getty Images
Daily Mail og Mirror segjast vera með lið ársins í höndunum og hafa gefið það út fyrir almenning. Því er haldið fram að Virgil van Dijk muni hreppa nafnbótina besti leikmaður tímabilsins.

Það voru úrvalsdeildarleikmenn sem kusu í lið ársins og eru nokkrir hlutir sem koma á óvart. Til að mynda er aðeins einn leikmaður í liðinu sem leikur ekki fyrir Liverpool eða Manchester City.

Það er þó ekki Eden Hazard, kantmaður Chelsea, heldur er það Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.

Sex leikmenn Man City eru í liðinu og fjórir úr Liverpool, þrír varnarmenn og Sadio Mane. Ekkert pláss er fyrir Mohamed Salah.

Lið ársins:
Markvörður: Ederson (Man City)

Hægri bakvörður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool)

Miðverðir: Virgil van Dijk (Liverpool) - Aymeric Laporte (Man City)

Vinstri bakvörður: Andy Robertson (Liverpool)

Miðjumenn: Paul Pogba (Man Utd) - Fernandinho (Man City) - Bernardo Silva (Man City)

Hægri kantur: Raheem Sterling (Man City)

Vinstri kantur: Sadio Mane (Liverpool)

Sóknarmaður: Sergio Agüero (Man City)
Athugasemdir
banner
banner