ÍBV 3 - 1 Fram
1-0 Omar Sowe ('10 )
2-0 Bjarki Björn Gunnarsson ('24 )
2-1 Kennie Knak Chopart ('40 )
3-1 Oliver Heiðarsson ('80 )
Lestu um leikinn
1-0 Omar Sowe ('10 )
2-0 Bjarki Björn Gunnarsson ('24 )
2-1 Kennie Knak Chopart ('40 )
3-1 Oliver Heiðarsson ('80 )
Lestu um leikinn
Það voru erfiðar aðstæður til fótboltaiðkunnar í Vestmannaeyjum í dag þegar ÍBV fékk Fram í heimsókn í 3. umferð Bestu deildarinnar.
Omar Sowe kom ÍBV yfir eftir tíu mínútna leik þegar hnitmiðað skot hans fór í fjærhornið. Bjarki Björn Gunnarsson bætti öðru markinu við stundafjórðungi síðar þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Oliver Heiðarssyni.
Undir lok fyrri hálfleiks tókst Fram að jafna metin. Simon Tibling sendi boltann fyrir og Kennie Chopart skallaði boltann í netið. Sowe fékk tækifæri til að bæta sínu öðru marki við stuttu síðar en boltinn fór yfir eftir skalla af stuttu færi.
Seinni hálfleikurinn var tíðindalítill í hvassviðrinu. Það dró þó til tíðinda þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Alex Freyr Hilmarsson átti langa sendingu fram völlinn beint á Oliver og hann átti gott skot í hornið og tryggði ÍBV sigurinn.
ÍBV nældi því í sinn fyrsta sigur í deildinni og er með fjögur stig en Fram er með þrjú stig eftir sigur á Breiðabliki í síðustu umferð.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Vestri | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 - 1 | +3 | 7 |
2. Víkingur R. | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 1 | +5 | 6 |
3. Breiðablik | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 5 | +1 | 6 |
4. Stjarnan | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 - 4 | +1 | 6 |
5. Valur | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 - 5 | +2 | 5 |
6. ÍBV | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 - 3 | 0 | 4 |
7. Afturelding | 3 | 1 | 1 | 1 | 1 - 2 | -1 | 4 |
8. KR | 3 | 0 | 3 | 0 | 7 - 7 | 0 | 3 |
9. Fram | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 - 6 | -1 | 3 |
10. ÍA | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 - 4 | -2 | 3 |
11. FH | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 5 | -2 | 1 |
12. KA | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 - 9 | -6 | 1 |
Athugasemdir