Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 24. maí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst að við hefðum átt að fara inn með tveggja marka mun í hálfleik. Við fengum færi, mjög góð færi þar sem við vorum að spila okkur í gegnum þá. En það þarf að nýta færin en ég er hundsvekktur að tapa því mig langaði að fara langt í þessari keppni en hún er frá þetta árið.“
Sagði Alfreð Elías Jóhansson þjálfari Grindavíkur um leikinn og hvort Grindavík hefði átt meira skilið eftir 2-1 tap gegn ÍR í 32 liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 ÍR

Grindavík fékk sín bestu færi í fyrri hálfleik en sóknarlega dofnaði heldur yfir liðinu í þeim síðari og áttu heimamenn erfitt með að finna glufur á þéttri vörn Breiðhyltinga.

„Þeir þéttu náttúrlega bara vel. Þegar við jöfnum fara þeir beint í sókn, fá aukaspyrnu og 2-1 beint í kjammann á okkur og við eigum að gera miklu betur þar. Síðan fara þeir bara til baka í skotgrafirnar og gerðu vel. Við gerðum ekki vel og fáum síðan rautt spjald sem er alveg óþolandi.“

Umrætt rautt spjald fékk Thiago Dylan Ceijas þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Thiago sem einnig fékk rautt spjald í síðasta deildarleik lét reiði sína bitna á vatnsbrúsum Grindavíkurliðsins þegar hann gekk af velli Alfreð til lítillar ánægju sem fékk sjálfur rautt spjald þó saklaus hafi verið sjálfur fyrir vatnsbrúsaspark gegn Þór.

„Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt. Mennirnir á bekknum voru skynsamir í dag en þessi leikmaður í bræði sinni sparkar í vatnsbrúsa á þessu augnabliki og það er bara eins og það er en hann þarf að fara hugsa sinn gang það er nokkuð ljóst.“
Athugasemdir
banner
banner