Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 24. maí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst að við hefðum átt að fara inn með tveggja marka mun í hálfleik. Við fengum færi, mjög góð færi þar sem við vorum að spila okkur í gegnum þá. En það þarf að nýta færin en ég er hundsvekktur að tapa því mig langaði að fara langt í þessari keppni en hún er frá þetta árið.“
Sagði Alfreð Elías Jóhansson þjálfari Grindavíkur um leikinn og hvort Grindavík hefði átt meira skilið eftir 2-1 tap gegn ÍR í 32 liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 ÍR

Grindavík fékk sín bestu færi í fyrri hálfleik en sóknarlega dofnaði heldur yfir liðinu í þeim síðari og áttu heimamenn erfitt með að finna glufur á þéttri vörn Breiðhyltinga.

„Þeir þéttu náttúrlega bara vel. Þegar við jöfnum fara þeir beint í sókn, fá aukaspyrnu og 2-1 beint í kjammann á okkur og við eigum að gera miklu betur þar. Síðan fara þeir bara til baka í skotgrafirnar og gerðu vel. Við gerðum ekki vel og fáum síðan rautt spjald sem er alveg óþolandi.“

Umrætt rautt spjald fékk Thiago Dylan Ceijas þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Thiago sem einnig fékk rautt spjald í síðasta deildarleik lét reiði sína bitna á vatnsbrúsum Grindavíkurliðsins þegar hann gekk af velli Alfreð til lítillar ánægju sem fékk sjálfur rautt spjald þó saklaus hafi verið sjálfur fyrir vatnsbrúsaspark gegn Þór.

„Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt. Mennirnir á bekknum voru skynsamir í dag en þessi leikmaður í bræði sinni sparkar í vatnsbrúsa á þessu augnabliki og það er bara eins og það er en hann þarf að fara hugsa sinn gang það er nokkuð ljóst.“
Athugasemdir
banner
banner