þri 24. maí 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Selfoss að fá fyrirliðann úr meiðslum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Anna María Friðgeirsdóttir er að koma aftur úr meiðslum og er búin að gera samning við Selfoss sem gildir út tímabilið.


Anna María er gríðarlega leikreynd og hefur verið fyrirliði Selfoss til margra ára. Hún á 274 leiki að baki fyrir félagið, þar af 135 í efstu deild.

„Það eru mikil gleðitíðindi fyrir okkur að Anna María hafi framlengt við okkur. Það er erfiður vetur að baki hjá henni með þrálát meiðsli en það eru bjartari tímar framundan," segir Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.

„Anna María kemur með mikla reynslu inn í hópinn og endalaust hjarta fyrir liðinu og félaginu sem er eitthvað sem er ómetanlegt fyrir okkur. Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá hana aftur á vellinum og það vonandi sem fyrst."

Anna María mun reynast mikilvægur liðsstyrkur fyrir Selfoss í toppbaráttu Bestu deildarinnar en liðið tapaði sínum fyrsta leik á deildartímabilinu í gærkvöldi.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner