Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. maí 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Stórt sumar í vændum hjá Tottenham
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: EPA
Sumarglugginn hjá Tottenham Hotspur gæti orðið einn sá stærsti í sögu félagsins.

Stærsti hluteigandi Tottenham er fjárfestingahópurinn ENIC en í dag var ákveðið að leggja 150 milljónir punda inn í félagið fyrir sumarið.

Sá peningur mun fara í að styrkja hópinn og gæti því Antonio Conte, stjóri félagsins, fengið um 200 milljónir punda í leikmannakaup.

Það er talið að Conte hefði verið með 40-50 milljónir punda áður en tilkynningin kom frá Tottenham í dag og gæti því verið gott sumar í vændum hjá félaginu.

Conte náði að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Dejan Kulusveski er á láni hjá Tottenham frá Juventus, en lánssamningur hans er út næsta tímabil. Félagið gæti ákveðið að gera skipti hans varanleg í sumar.

Gabriel Jesus, framherji Manchester City, kemur einnig til greina ásamt þeim Gelson Bremer, varnarmanni Torino, Christian Eriksen og James Ward-Prowse.
Athugasemdir
banner