Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 24. maí 2023 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepe Reina spilar sinn þúsundasta leik í dag
Pepe Reina
Pepe Reina
Mynd: EPA
Reina var lengi hjá Liverpool.
Reina var lengi hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Pepe Reina, fyrrum markvörður Liverpool, mun í dag spila sinn þúsundasta leik á ferlinum þegar Villarreal mætir Cadiz í spænsku La Liga í kvöld.

Reina, sem er fertugur, byrjaði tímabilið á bekknum hjá Villarreal en tók við sem aðalmarkvörður eftir HM hlé. Villarreal er í 5. sæti og verður í Evrópukeppni á næsta tímabili. Liðið á örlítinn séns á Meistaradeildarsæti en er öruggt með Evrópudeildarsæti.

Reina hafði áður á ferlinum spilað með Barcelona, Napoli, AC Milan, Bayern Munchen, Aston Villa og Lazio á ferlinum.

„Ég upplifi þakklæti og er lukkulegur með að ná þessum áfanga af því ég elska að gera það sem ég geri. Eina leyndarmálið á bakvið þennan áfanga er mikil vinna og elja, að vera eins mikill fagmaður og ég get verið."

„Ég fæ ennþá fiðring í magann fyrir leiki, þessi elskulegi ótti við að gera mistök, ábyrgðartilfinning. Sem rómantískur fótboltaleikmaður þá var (að vera hjá Villarreal) þetta endirinn sem ég gat einungis dreymt um, að búa í öll þessi ár utan Spánar og að koma til baka til félagsins sem gaf mér tækifærið (eftir að hafa komið frá Barcelona)."

„Þetta er draumaendirinn fyrir mig og fjölskyldu mína því eiginkona mín á einnig stóra fjölskyldu og hér eigum við heima. Ég vil halda eins lengi áfram og félagið vill hafa mig. Eins lengi og ég er í lagi og hjálpa liðinu, þá verð ég til taks. Félagið veit það."

„Þegar þeir ákveða að ég get ekki lengur hjálpað til, allavega inn á vellinum, þá mun ég leggja hanskana á hilluna því þetta verður klárlega mitt síðasta félag á ferlinum,"
sagði Reina í viðtali við BBC í dag.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 í dag.
Athugasemdir
banner
banner