Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mán 24. júní 2013 13:05
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Ingi: Líklega jafn stórt og íbúðin hans Gulla
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér lýst mjög vel á þetta, það er gaman að prófa eitthvað nýtt," segir Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Breiðabliks, um dráttinn í forkeppni Evrópudeildarinnar. Blikar munu mæta Santa Coloma frá Andorra.

„Ég heyrði í Gulla Gull (Gunnleifi Gunnleifssyni) áðan og hann fór til Andorra í fyrra. Hann sagði að þetta væri líklega jafn stórt og íbúðin hans," segir Sverrir en Gunnleifur fór með landsliðinu til Andorra.

„Ég veit nákvæmlega ekkert um þetta lið og hef aldrei heyrt um það áður. En þjálfarateymið mun pottþétt vinna í því að fá myndbönd af þeim og reyna að afla sér upplýsingar um leikmenn og leikskipulag. Það er alveg hreinu."

„Það er mikill hiti víst í Andorra núna og það verður því tilbreyting fyrir okkur. En vonandi verður leikið seint um kvöld svo hitinn verði ekki of mikill,"

Breiðablik - Valur í kvöld
En leikurinn sem Blikar horfa helst til núna er auðvitað stórleikur kvöldsins. Breiðablik og Valur eigast við á Kópavogsvelli.

„Við förum inn í þennan leik til að vinna eins og alla leiki sem við förum í. Valsmenn hafa byrjað gríðarlega vel og það verður erfiður leikur að mæta þeim. Við mætum vel undirbúnir og stefnum á þrjú stig í kvöld," segir Sverrir.

„Ef við spilum okkar leik og einbeitum okkur að því að við þurfum að koma eins og menn til leiks og nýta okkar styrkleika þá er ég viss um að við klárum þennan leik í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner