banner
   fös 24. júní 2022 09:05
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo hugsar sér til hreyfings - Orðaður við Bayern
Powerade
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Tottenham hefur áhuga á Zaniolo.
Tottenham hefur áhuga á Zaniolo.
Mynd: Getty Images
Carrasco í enska boltann.
Carrasco í enska boltann.
Mynd: EPA
Lewandowski, Neymar, Ronaldo, Zaniolo, Carrasco, Pogba, Rabiot, Antony og fleiri í slúðurpakka dagsins. Powerade býður upp á slúðurpakkann.

Barcelona hefur loksins gert tilboð í pólska sóknarmanninn Robert Lewandowski (33) sem er að verðmæti 34 milljóna punda. (Telegraph)

Cristiano Ronaldo (37) er sagður hafa áhuggjur af döprum sumarglugga Manchester United undir Erik ten Hag. Hann telur að United hafi ekki hóp í að berjast um titla og íhugar að yfirgefa Old Trafford. (Record)

Bayern München gæti reynt að fá Ronaldo ef Lewandowski yfirgefur félagið í sumar. (AS)

Manchester United hefur hækkað tilboð sitt í Frenkie de Jong (25) frá 51,5 milljónum punda í 55,8 milljónir punda. Barcelona vill hinsvegar að lágmarki 64,4 milljónir punda fyrir hollenska landsliðsmiðjumanninn. (Marca)

Umboðsmaður Neymar (30) segir að Brasilíumaðurinn hafi dreymt um að skora sigurmark í Meistaradeildinni með Paris St-Germain og muni ekki hætta þar til hann afreki það. (Goal)

Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen (30) býr sig undir að velja milli Manchester United eða Brentford. (Sky Sports)

Samkomulag er í höfn milli franska miðjumannsins Paul Pogba (29) og ítalska félagsins Juventus. Hann fer til Juve á frjálsri sölu frá Manchester United. (Sky Italia)

Tottenham hefur áhuga á Nicolo Zaniolo (22) hjá Roma. Hann hefur þó meiri áhuga á að vera áfram í ítalska boltanum og AC Milan og Juventus vilja þjónustu hans. (Guardian)

Chelsea mun veita Manchester United samkeppni um brasilíska vængmanninn Antony (22) og hefur rætt við umboðsmenn leikmannsins. (Football365)

Manchester United, Chelsea og Tottenham hafa áhuga á belgíska vængmanninum Yannick Carrasco (28) í sumar. 51,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans við Atletico Madrid hefur komist í dagsljósið. (AS)

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot (27) vill yfirgefa Juventus og fara í ensku úrvalsdeildina. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og er fáanlegur fyrir um 13-17 milljónir punda. (Telegraph)

Chelsea hefur áhuga á hollenska miðverðinum Matthijs de Ligt (22) hjá Juventus. (Sky Italia)

Lyon vill fá Tyrell Malacia (22) sem hefur verið orðaður við Manchester United. Hollenski landsliðsbakvörðurinn spilar fyrir Feyenoord. (Metro)

Brighton hefur áhuga á Liam Delap (19) hjá Manchester City. Félagið gæti reynt að fá hann lánaðan sem hluta af samkomulagi um sölu á Marc Cucurella (23). (Mail)

Manchester City er að fá þýska markvörðinn Stefan Ortega (29) sem er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Arminia Bielefeld rann út. (Goal)

Leicester City gæti reynt að fá franska miðjumanninn Benjamin Bourigeaud (28) frá Rennes. Hann myndi kosta í kringum 8 milljónir punda. (Jeunes Footeux)

AC Milan íhugar að kaupa Douglas Luiz (24) frá Aston Villa. Umboðsmenn hans hafa ferðast til tískuborgarinnar. (TuttoMercatoWeb)

Marseille vill fá portúgalska varnarmanninn Nuno Tavares (22) lánaðan og Arsenal er tilbúið að láta hann fara ef félagið nær í mann í hans stöðu. (The Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner