Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mán 24. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Copa América í dag - Kólumbía og Brasilía stíga til sviðs
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru tveir leikir á dagskrá í Copa América í kvöld og í nótt, þar sem Kólumbía og Brasilía mæta til leiks.

Kólumbía byrjar kvöldið á spennandi slag gegn Paragvæ, áður en stjörnum prýtt lið Brasilíu spilar við Kosta Ríka. Liðin leika öll saman í D-riðli og eru þetta síðustu leikirnir í fyrstu umferð mótsins.

Það eru nokkrir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni sem munu mæta til leiks í kvöld, þar sem Jhon Durán, Luis Sinisterra, Luis Díaz, Jefferson Lerma og Daniel Munoz eru allir í leikmannahópi Kólumbíu á mótinu, á meðan Miguel Almirón og Julio Enciso er í hópi hjá Paragvæ.

Flestir eru þó í hópi hjá Brasilíu, þar sem engin deild á fleiri fulltrúa í brasilíska hópnum heldur en enska úrvalsdeildin - eða átta leikmenn.

Þar má helst nefna Gabriel Martinelli, Douglas Luiz og Bruno Guimaraes, en Gabriel Jesus, Richarlison, Matheus Cunha og fleiri úrvalsdeildarstjörnur komust ekki í lokahópinn.

Leikir kvöldsins:
22:00 Kólumbía - Paragvæ
01:00 Brasilía - Kosta Ríka
Athugasemdir
banner
banner
banner