PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mán 24. júní 2024 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Sorgmæddur Modric tók við verðlaunum - Ferran Torres bestur hjá Spánverjum
Mynd: EPA
Luka Modric, fyrirliði Króatíu, var valinn besti maður leiksins í svekkjandi 1-1 jafnteflinu gegn Ítalíu í lokaumferð í riðlakeppni EM í kvöld.

Modric varð elsti markaskorari í sögu mótsins er hann kom Króötum í 1-0 í byrjun síðari hálfleiks en Mattia Zaccagni eyðilagði augnablikið fyrir honum með glæsilegu jöfnunarmarki á áttundu mínútu í uppbótartíma.

Mark Zaccagni kom Ítölum í 16-liða úrslit og svo gott sem gerði út um vonir Króata.

Modric var valinn maður leiksins og var heldur sorgmæddur þegar hann tók við verðlaununum.

Til að Króatía komist áfram í 16-liða úrslit þarf England að vinna Slóveníu með þremur mörkum eða meira. Georgía og Tékkland verða einnig að tapa til að Króatía eigi möguleika.

Ferran Torres, markaskorari Spánverja í 1-0 sigrinum á Albaníu, var valinn maður leiksins. Spánn kláraði B-riðil með fullt hús stiga.




Athugasemdir
banner
banner
banner