Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 24. júlí 2020 20:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan: Töluðum um að passa okkur þessar 5-7 mínútur og vera þéttar
Kvenaboltinn
Kjartan var svekktur með að hafa ekki náð að halda fengnum hlut.
Kjartan var svekktur með að hafa ekki náð að halda fengnum hlut.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét kom vel inn í leikinn í dag.
Margrét kom vel inn í leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Svekkjandi að komast tvisvar yfir og fá á sig mark nánast strax. Ég hefði viljað taka þrjú [stig] en Þórsarar [Þór/KA] voru sprækir og litu vel út," sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir jafntefli gegn Þór/KA:

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Fylkir

„Þetta var bras hjá okkur framan af og gekk ekki vel að hemja boltann. Lagaðist í seinni hálfleik."

Fylkir komst í tvígang yfir í leiknum en Þór/KA svaraði í bæði skiptin með marki á næstu tveimur mínútum. Hvernig er að fá mark svona beint í andlitið eftir að hafa komist yfir?

„Frekar svekkjandi og við vorum búin að tala um þetta að ef við kæmumst yfir að passa okkur í fimm til sjö mínútur [eftir skorað mark] og vera svolítið þéttar. Leiðinlegt að skora sjálfsmark, þetta var fast og gott skot inn í þannig ekki mikið við því að gera. Ég var fúll að ná ekki að stoppa þær í að komast aftur fyrir okkur."

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen átti að byrja leikinn í kvöld en tilkynnt var um breytingu á liði Fylkis skömmu fyrir leik. Inn kom Eva Rut Ásþórsdóttir. Meiddist Sólveig í upphitun?

„Hún er mjög tæp, er með tak aftan í læri þannig ég veit ekki hversu alvarlegt það er. Alla vega það alvarlegt að hún gat ekki spilað."

Margrét Björg Ástvaldsdóttir kom inn á sem varamaður á 54. mínútu í leiknum og skoraði fyrsta mark leiksins um stundarfjórðungi seinna og á svo þátt í seinna markinu. Hvernig var að sjá varamann koma svona vel inn í leikinn?

„Glæsilegt. Hún er ein af þeim sem getur verið byrjunarliðsmaður. Hún lenti í árekstri og er aðeins að stíga upp úr því. Þetta er annar leikmaðurinn okkar sem lendir í árekstri. Veit ekki alveg hvað ég á að gera í því. Margrét er að verða góð og tekur þetta hægt og rólega."

Kjartan var að lokum spurður út í hvort það væri jákvætt að vera enn taplausar. Kjartan játti því en sagði þó svekkjandi að ná ekki meira út úr jafnteflisleikjunum.

„Við þurfum [í þessu tilviki] að vera þéttari og halda fengnum hlut."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner