Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 24. júlí 2022 15:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Eyjamenn á flugi en Leiknismenn brotlenda harkalega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir og ÍBV áttust við í fyrsta leik fjórtándu umferðar Bestu deildarinnar í dag. Eyjamenn komu fullir sjálfstrausts eftir 3-2 sigur á Val í síðustu umferð en Leiknismenn brotnir eftir 5-0 tap gegn KA.

Siggi Höskulds gerði fimm breytingar á liðinu í dag en Hemmi Hreiðars breytir ekki sigurliði.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 ÍBV

Eyjamenn byrjuðu betur og það skilaði sér eftir tæplega hálftíma leik. Atli Hrafn Andrason átti góðan sprett upp hálfan völlinn, lagði boltann á Alex Frey Hilmarsson sem skoraði með góðu skoti.

Undir lok fyrri hálfleiks tókst Eyjamönnum að tvöfalda forystuna þegar Halldór Jón Sigurður flikkaði boltanum yfir á Atla Hrafn sem skoraði með skalla.

Leiknismenn eðlilega ekki sáttir með gang mála í fyrri hálfleik og Siggi Höskulds gerði fjórar breytingar á liðinu strax í upphafi síðari hálfleiks. Það skilaði sér því eftir 14 sekúndna leik skoraði Birgir Baldvinsson með lúmsku skoti.

Eyjamenn voru þó ekki hættir og Halldór Jón Sigurður skoraði þriðja markið áður en Eiður Aron Sigurbjörnsson rak síðasta naglann í kistu Leiknismanna með marki af vítapunktinum.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner