Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 24. júlí 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James Rodriguez orðaður við þrjú félög á Spáni
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Það hefur skapast áhugi á James Rodriguez á Spáni eftir að hann yfirgaf Sao Paulo í Brasilíu.

COPE segir frá því að Celta Vigo sé að leggja mest að sér að fá leikmanninn og er hann nú þegar með tveggja ára samning á borðinu þaðan.

Real Betis hefur einnig gert honum tilboð en það er flóknara fyrir þá að semja við hann út af fjárhagsreglum.

Þá hefur hann einnig verið orðaður við Atletico Madrid en þeir hafa ekki enn gert tilboð.

Rodriguez, sem er 33 ára, var einn af bestu leikmönnum Copa America-mótsins í ár en þar lagði hann upp sex mörk og skoraði eitt er Kólumbía komst í úrslita í fyrsta sinn í 23 ár.

Kólumbíumaðurinn sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og hefur enn ýmislegt fram að færa. Hann þekkir spænska boltann eftir að hafa leikið áður með Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner