Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   mið 24. júlí 2024 22:07
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhannes Karl: Áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunar
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunar
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

„Ég er mjög sáttur, bara sterkt og karakter hjá stelpunum að sækja þrjú stig í lokin,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Stjarnan

Stjarnan skoraði sigurmark í uppbótartíma. „Maður beið eftir því að það kæmi mark öðru hvoru megin. FH-ingarnir settu allt í að sækja sigurinn og við líka og þegar þannig er þá er þetta svolítið svona ping pong og bara datt okkar megin í dag.“

„Mér finnst bara liðið búið að vinna fyrir því við erum búin að leggja okkur mikið fram. Áttum góðan leik á móti Blikum sem við töpum 1-0. Við áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur í dag.“

„Við höfum verið að búa til færi í opnum leik og það er eitthvað sem endar með því að mörkin detti. Ég var alveg sáttur við fjölda færa í dag, færa nýtingin ekki sérstök en það á við um bæði lið.”

Jessica Ayers hefur gengið til liðs við Stjörnuna. „Hún er að koma úr sænsku deildinni, þannig að hún er í fínu leikformi en hefur ekki verið að spila mikið af 90 mínútur en þetta er bara hörkuleikmaður sem að bætir vel við okkar hóp. Kreatívur miðjumaður sem getur gert hluti.”

Stjarnan mætir Fylki í næstu viku. „Í þessari deild eru þetta allt bara 90 mínútna hörku fótboltaleikir. Ég sá Fylki spila við Tindastól og þetta er bara frábært lið og maður hlakkar bara til að mæta í Árbæinn og berjast þar næst.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner