Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
banner
   mið 24. júlí 2024 22:07
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhannes Karl: Áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunar
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunar
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

„Ég er mjög sáttur, bara sterkt og karakter hjá stelpunum að sækja þrjú stig í lokin,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Stjarnan

Stjarnan skoraði sigurmark í uppbótartíma. „Maður beið eftir því að það kæmi mark öðru hvoru megin. FH-ingarnir settu allt í að sækja sigurinn og við líka og þegar þannig er þá er þetta svolítið svona ping pong og bara datt okkar megin í dag.“

„Mér finnst bara liðið búið að vinna fyrir því við erum búin að leggja okkur mikið fram. Áttum góðan leik á móti Blikum sem við töpum 1-0. Við áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur í dag.“

„Við höfum verið að búa til færi í opnum leik og það er eitthvað sem endar með því að mörkin detti. Ég var alveg sáttur við fjölda færa í dag, færa nýtingin ekki sérstök en það á við um bæði lið.”

Jessica Ayers hefur gengið til liðs við Stjörnuna. „Hún er að koma úr sænsku deildinni, þannig að hún er í fínu leikformi en hefur ekki verið að spila mikið af 90 mínútur en þetta er bara hörkuleikmaður sem að bætir vel við okkar hóp. Kreatívur miðjumaður sem getur gert hluti.”

Stjarnan mætir Fylki í næstu viku. „Í þessari deild eru þetta allt bara 90 mínútna hörku fótboltaleikir. Ég sá Fylki spila við Tindastól og þetta er bara frábært lið og maður hlakkar bara til að mæta í Árbæinn og berjast þar næst.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner