Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 24. júlí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skilur vel af hverju FCK lagði mikið á sig til að halda Orra
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri Steinn Óskarsson er orðinn aðalsóknarmaður FC Kaupmannahafnar eftir að hafa endað síðasta frábærlega.

Það tók Orra þá aðeins sjö mínútur að skora fyrsta markið er FC Kaupmannahöfn lagði Lyngby að velli í fyrstu umferð nýs tímabils í efstu deild danska boltans.

Það eru miklar væntingar bornar til Orra Steins sem hefur verið afar eftirsóttur í sumar. Orri er 19 ára gamall og skoraði 10 mörk í 27 deildarleikjum í fyrra. Í heildina skoraði hann 15 og gaf 8 stoðsendingar í 41 leik í öllum keppnum.

Spænska félagið Girona lagði fram tveggja milljarða króna tilboð í hann fyrr í sumar. FCK hafnaði því tilboði. Hann hefur einnig verið orðaður við Stuttgart, Atalanta og Bologna í sumar og vitað er að fleiri félög fylgjast vel með honum.

David Nielsen, sem stýrði Lyngby á síðasta tímabili, segist skilja áhugann á Orra mjög vel en hann ræddi um íslenska sóknarmanninn á TV2 á dögunum.

„Hann er frábær leikmaður sem hreyfir sig vel í teignum. Þegar þú ert með leikmann sem getur komið niður og tengt við liðsfélagana, hlaupið aftur fyrir vörnina og ógnað eins og hann, og klárað eins og hann, þá skilurðu af hverju FCK hefur lagt mikið á sig til að halda honum," segir Nielsen.

Orri framlengdi nýverið samning sinn við FCK en hann stefnir á að vera markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar á tímabilinu sem var að hefjast.
Athugasemdir
banner
banner
banner