Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 24. júlí 2024 16:14
Elvar Geir Magnússon
Tottenham að fá kóreskan táning
Yang Min-hyuk í leik með yngri landsliði Suður-Kóreu.
Yang Min-hyuk í leik með yngri landsliði Suður-Kóreu.
Mynd: Getty Images
Tottenham er að fá Suður-kóreska vængmanninn Yang Min-hyuk frá Gangwon FC í heimalandi hans.

Búist er við því að þessi átján ára leikmaður verði orðinn leikmaður Tottenham þegar liðið mætir úrvalsliði K-deildarinnar í Seúl í Suður-Kóreu þann 31. júlí.

Min-hyuk er unglingalandsliðsmaður Suður-Kóreu en hann hefur skorað sjö mörk í 24 aðalliðsleikjum fyrir Gangwon. Hann varð yngsti markaskorari K-deildarinnar síðan 2013 þegar hann skoraði sitt fyrsta makr fyrir félagið í mars.

Fyrirliði Tottenham er Suður-Kórumaðurinn Son Heung-min.
Athugasemdir
banner