Valur hefur verið orðað við Valdimar Þór Ingimundarson í vikunni, og fjallað hefur verið um tilboð sem hafi verið hafnað af Víkingum.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, er að undirbúa lið sitt fyrir leik gegn Kauno Zalgiris í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og fer fram í Kaunas. Fótbolti.net ræddi við Túfa í gær og var hann spurður út í markaðinn.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, er að undirbúa lið sitt fyrir leik gegn Kauno Zalgiris í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og fer fram í Kaunas. Fótbolti.net ræddi við Túfa í gær og var hann spurður út í markaðinn.
Það er mikið leikjaálag, værir þú til í að fá einn mann inn í hópinn til viðbótar?
„Við erum alltaf að skoða. Aftur á móti erum við með stóran hóp, það var ákvörðun fyrir þetta tímabil að fara inn í tímabilið með stærri hóp en í fyrra. Það er að hjálpa okkur. Við vorum með 5 leikmenn frá í þessari törn í júní/júlí, en það sést samt ekkert á liðinu, því hópurinn er gríðarlega sterkur. En að sjálfsögðu, ef það kemur á borðið leikmaður sem getur hjálpað okkur, styrkt okkur enn meira í þessari baráttu, þá skoðum við það 100%," segir Túfa.
Valur hefur einnig verið orðað við Freystein Inga Guðnason, leikmann Njarðvíkur.
Athugasemdir