Gunnlaugur Jónsson var sáttur við stigið eftir að Skagamenn höfðu kastað frá sér 3-1 stöðu í 3-4 en rétt bjargað stigi í lokin. Hann hafði þetta um leikinn að segja.
Lestu um leikinn: ÍA 4 - 4 Fjölnir
Ég er nú nokkuð sáttur að hafa jafnað, þetta var orðið dáltið svart hjá okkur, komnir undir 4-3 og úr því sem komið var þá tek ég þessu stigi fagnadi. Það slaknar á okkar leik í seinni hálfleik, við vorum gríðarlega flottir í fyrri hálfleik og mér fannst við eiga skora fleiri en þrjú mörk og það var að vissuleyti smá kjaftshögg að fá á sig markið á sig rétt fyrir hlé og náum í raun og veru aldrei að byrja leikinn í seinni hálfleik
Skagamenn voru miklu betri í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk og fátt sem benti til þess að Fjölnismenn mundu minnka muninn.
Þetta stig gæti orðið mjög mikilvægt í lokin þegar talið er uppúr kassanum eins og sagt er sagði Gulli í lokin.
Athugasemdir