De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 24. ágúst 2024 18:34
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Þurfum að setjast niður með liðinu og líta í spegil
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir og Þór mættust á Domusnovavellinum í efra Breiðholti í dag og Leiknir Reykjavík hafði betur 5-1 og var Sigurður Heiðar Höskuldsson vægast sagt pirraður að leikslokum. 

,,Já ég er það. Það væri skrítið ef ég væri það ekki." sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  1 Þór

„Þetta er saga sumarsins einhverneigin. Náum ekki að komst yfir, við fáum sláarskot, stangarskot og eins og þú segir þá fannst mér við vera aðeins yfir. Mér fannst við vera að verjast því sem þeir voru að gera nokkuð vel, mér fannst við bara flottir en svo gerum við ein mistök og það kostar strax mark og fáum strax mark í andlitið og komum svo til baka."

„Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn allt í lagi, svo skora þeir þriðja markið og þá fer þessi leikur í einhvern indjána fótbolta og þeir bara stútuðu okkur og við réðum ekkert við þá. Hættum að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik og byrjun seinni hálfleik og þá var þetta bara mjög auðvelt fyrir þá"

Þrjár umferðir eru eftir í deildinni og Þór Akureyri er ekki enþá alveg örugggt með sæti sitt í Lengjudeildinni að ári. Hvernig horfir Siggi á framhaldið? 

„Við vorum með markmið fyrir síðustu fimm leikina og við getum enþá náð þeim. Við þurfum aðeins að setjast niður með liðinu og aðeins að líta í spegil og ef við ætlum að spila svona í síðustu leikjunum þá getum við horft á þetta sem mikil, mikil vonbrigði."


Athugasemdir
banner