Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 24. ágúst 2024 18:34
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Þurfum að setjast niður með liðinu og líta í spegil
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir og Þór mættust á Domusnovavellinum í efra Breiðholti í dag og Leiknir Reykjavík hafði betur 5-1 og var Sigurður Heiðar Höskuldsson vægast sagt pirraður að leikslokum. 

,,Já ég er það. Það væri skrítið ef ég væri það ekki." sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  1 Þór

„Þetta er saga sumarsins einhverneigin. Náum ekki að komst yfir, við fáum sláarskot, stangarskot og eins og þú segir þá fannst mér við vera aðeins yfir. Mér fannst við vera að verjast því sem þeir voru að gera nokkuð vel, mér fannst við bara flottir en svo gerum við ein mistök og það kostar strax mark og fáum strax mark í andlitið og komum svo til baka."

„Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn allt í lagi, svo skora þeir þriðja markið og þá fer þessi leikur í einhvern indjána fótbolta og þeir bara stútuðu okkur og við réðum ekkert við þá. Hættum að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik og byrjun seinni hálfleik og þá var þetta bara mjög auðvelt fyrir þá"

Þrjár umferðir eru eftir í deildinni og Þór Akureyri er ekki enþá alveg örugggt með sæti sitt í Lengjudeildinni að ári. Hvernig horfir Siggi á framhaldið? 

„Við vorum með markmið fyrir síðustu fimm leikina og við getum enþá náð þeim. Við þurfum aðeins að setjast niður með liðinu og aðeins að líta í spegil og ef við ætlum að spila svona í síðustu leikjunum þá getum við horft á þetta sem mikil, mikil vonbrigði."


Athugasemdir
banner