Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
banner
   lau 24. ágúst 2024 18:34
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Þurfum að setjast niður með liðinu og líta í spegil
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir og Þór mættust á Domusnovavellinum í efra Breiðholti í dag og Leiknir Reykjavík hafði betur 5-1 og var Sigurður Heiðar Höskuldsson vægast sagt pirraður að leikslokum. 

,,Já ég er það. Það væri skrítið ef ég væri það ekki." sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  1 Þór

„Þetta er saga sumarsins einhverneigin. Náum ekki að komst yfir, við fáum sláarskot, stangarskot og eins og þú segir þá fannst mér við vera aðeins yfir. Mér fannst við vera að verjast því sem þeir voru að gera nokkuð vel, mér fannst við bara flottir en svo gerum við ein mistök og það kostar strax mark og fáum strax mark í andlitið og komum svo til baka."

„Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn allt í lagi, svo skora þeir þriðja markið og þá fer þessi leikur í einhvern indjána fótbolta og þeir bara stútuðu okkur og við réðum ekkert við þá. Hættum að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik og byrjun seinni hálfleik og þá var þetta bara mjög auðvelt fyrir þá"

Þrjár umferðir eru eftir í deildinni og Þór Akureyri er ekki enþá alveg örugggt með sæti sitt í Lengjudeildinni að ári. Hvernig horfir Siggi á framhaldið? 

„Við vorum með markmið fyrir síðustu fimm leikina og við getum enþá náð þeim. Við þurfum aðeins að setjast niður með liðinu og aðeins að líta í spegil og ef við ætlum að spila svona í síðustu leikjunum þá getum við horft á þetta sem mikil, mikil vonbrigði."


Athugasemdir
banner
banner