Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 24. ágúst 2024 18:34
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Þurfum að setjast niður með liðinu og líta í spegil
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir og Þór mættust á Domusnovavellinum í efra Breiðholti í dag og Leiknir Reykjavík hafði betur 5-1 og var Sigurður Heiðar Höskuldsson vægast sagt pirraður að leikslokum. 

,,Já ég er það. Það væri skrítið ef ég væri það ekki." sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  1 Þór

„Þetta er saga sumarsins einhverneigin. Náum ekki að komst yfir, við fáum sláarskot, stangarskot og eins og þú segir þá fannst mér við vera aðeins yfir. Mér fannst við vera að verjast því sem þeir voru að gera nokkuð vel, mér fannst við bara flottir en svo gerum við ein mistök og það kostar strax mark og fáum strax mark í andlitið og komum svo til baka."

„Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn allt í lagi, svo skora þeir þriðja markið og þá fer þessi leikur í einhvern indjána fótbolta og þeir bara stútuðu okkur og við réðum ekkert við þá. Hættum að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik og byrjun seinni hálfleik og þá var þetta bara mjög auðvelt fyrir þá"

Þrjár umferðir eru eftir í deildinni og Þór Akureyri er ekki enþá alveg örugggt með sæti sitt í Lengjudeildinni að ári. Hvernig horfir Siggi á framhaldið? 

„Við vorum með markmið fyrir síðustu fimm leikina og við getum enþá náð þeim. Við þurfum aðeins að setjast niður með liðinu og aðeins að líta í spegil og ef við ætlum að spila svona í síðustu leikjunum þá getum við horft á þetta sem mikil, mikil vonbrigði."


Athugasemdir
banner