Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö lið úr Pepsi Max-deild kvenna í Meistaradeildina
Úr leik Vals og Breiðablik í sumar.
Úr leik Vals og Breiðablik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fara tvö lið úr Pepsi Max-deild kvenna frá og með næsta ári. Fjallað er um þetta á Vísi.

Ísland er að missa Evrópusæti karlamegin en er að fá eitt til viðbótar kvennamegin. Breiðablik og Valur, tvö efstu lið Pepsi Max-deildar kvenna, hafa tryggt sér farseðilinn í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals eru fulltrúar Íslands í Meistaradeildinni í ár, en það verður dregið í fyrstu umferð undankeppninnar í næsta mánuði. Mótið hefur dregist á langinn vegna kórónuveirufaraldursins.

Það er þannig núna að það þarf að komast í gegnum tvö tveggja leikja einvígi til að fara í 32-liða úrslit. Á næsta ári verður fyrirkomulaginu breytt þannig að það verður undankeppni og svo riðlakeppni, líkt og er í Meistaradeild karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner