Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 24. september 2021 17:03
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Það þarf að finna lausn
Mynd: EPA
Átta leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru í brasilíska landsliðinu sem spilar í undankeppni HM í október. Tveir leikmenn kom frá Manchester City en Pep Guardiola, stjóri félagsins, vonast til þess að lausn finnist í málinu.

Úrvalsdeildarfélögin hafa í tvígang meinað leikmönnum að fara í landsliðsverkefni í Suður-Ameríku. Ástæðan er sú að löndin eru á rauðum lista hjá Bretlandseyjum og þyrftu leikmenn að fara í tíu daga sóttkví við komu.

Í mars fengu félögin undanþágu til að meina leikmönnum að fara en sú undanþága var ekki í gildi þegar félögin endurtóku leikinn fyrr í þessum mánuði.

Fleiri deildir tóku í sama streng og varð það til þess að brasilískt yfirvöld pressuðu á FIFA að setja leikmennina í fimm daga bann frá því að spila. Það var dregið til baka rétt áður en umferðin í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram en hvað gerist í október?

„Ég veit það ekki. Ég myndi segja að við erum meira en tilbúnr til að leyfa leikmönnum að fara og spila með landsliðunum. Lögin segja að við verðum að leyfa þeim að njóta þess. Ég veit ekki hvað mun gerast því faraldurinn er enn í gangi. Vonandi munu stjórnvöld í Brasilíu og á Bretlandseyjum komast að lausn sem hentar öllum aðilum. Það þarf að setjast niður og komast að lausn fyrir leikmennina, félögin og knattspyrnusamböndin," sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner