Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. september 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hefði tekið Saint-Maximin framyfir Sancho
Mynd: EPA
Indriði Áki Þorláksson og Gunnar Gunnarsson leikmenn Fram voru gestir Sæbjörns Steinke í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn í vikunni. Þeir fóru yfir umferðina um síðustu helgi.

Þeir byrjuðu á því að ræða leik Newcastle og Leeds. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Raphina kom Leeds yfir en Allan Saint-Maximin jafnaði metin.

Sæbjörn spurði Indriða og Gunnar útí Saint-Maximin.

„Hrikalega gaman að fylgjast með honum, verst hvað hann er gjarn á að meiðast en hann er yfirburðar leikmaður í þessu Newcastle liði," sagði Indriði.

„Mér finnst hann geggjaður. Ég væri til í að sjá hann í einhverju af þessum stórliðum. Það er smá asnalegt að segja þetta kannski en ég hefði mögulega verið til í að sjá hann í staðin fyrir Sancho, taka smá áhættu. Þeir eru ólíkir leikmenn en ég hefði viljað sjá hann. Ég er ekki rosalega hrifinn af Sancho," sagði Gunnar sem er stuðningsmaður Manchester United.
Enski boltinn - Umferðin skoðuð og horft Fram á við
Athugasemdir
banner
banner
banner