Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 24. september 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Sævar Atli kominn í bann - Missir af seinni leiknum gegn Tékkum
Sævar Atli Magnússon
Sævar Atli Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon, lykilmaður U21 árs landsliðsins, verður ekki með liðinu í síðari umspilsleiknum gegn Tékklandi á þriðjudag þar sem hann er kominn í bann.

Leiknismaðurinn var í byrjunarliði Íslands í 2-1 tapinu fyrir Tékkum á Víkingsvelli í gær en hann skoraði mark Íslands á 26. mínútu úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Á 77. mínútu leiksins fékk hann að líta gula spjaldið og þýðir það að hann missir af síðari leiknum í Tékklandi.

Þetta var þriðja gula spjaldið sem hann fær í undankeppninni og fer því sjálfkrafa í eins leiks bann.

Góðu fréttirnar eru þær að Kristian Nökkvi Hlynsson hefur tekið út sitt leikbann og mætir því ferskur í síðari leikinn, en hann er með sex mörk og fimm stoðsendingar í undankeppninni til þessa.
Athugasemdir
banner
banner