De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   sun 24. september 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Everton vill endursemja við Tottenham
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton ætlar að ræða við Tottenham og reyna að endursemja um kaupverð enska miðjumannsins Dele Alli, en þetta sagði Sean Dyche, stjóri Everton, í viðtali við Mirror.

Everton keypti Alli frá Tottenham í janúar á síðasta ári, en heildar kaupverðið er talið nema um 40 milljónum punda.

Tottenham á að fá 12 milljónir punda ef Alli spilar tuttugu leiki, en hann hefur þegar spilað þrettán leiki fyrir félagið.

Það styttist í endurkomu enska leikmannsins, þó það hafi vissulega komið bakslag í endurhæfingunni.

„Dele er ekki orðinn klár, en þegar hann er heill heilsu er ég viss um að Kev [Kevin Thelwell, yfirmaður fótboltamála] fari til Tottenham og segi 'Jæja, hvernig getum við látið þetta ganga upp, þannig það henti öllum?'.“ sagði Dyche.

Alli er ekki byrjaður að æfa með aðalliðinu en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á nára. Leikmaðurinn er hins vegar byrjaður að vinna með starfsmönnum félagsins og því er ekki langt í að hann byrji að æfa með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner