Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   sun 24. september 2023 20:38
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með liðið sitt eftir að þeir unnu 4-2 útisigur á Fylki í neðra umspili Bestu deildar karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Ég er ótrúlega ánægður með sigurinn, flottur sigur, langt síðan við höfum unnið hérna, skorum 4 mörk og vorum rosalega flottir á boltanum. Þannig að ég er bara gríðarlega ánægður með þetta."

Harley Willard og Hallgrímur Steingrímsson skoruðu fyrstu 3 mörkin og voru þau hver önnur glæsilegri.

„Já mjög falleg mörk og svo er líka bara að menn skuli ná að mótivera sig í svona leik. Við spjölluðum um það fyrir leik að finna ástæðu til þess að mótivera sig, það er fullt af ástæðum. Við höfum ekki unnið hérna lengi, við viljum kannski halda hreinu við viljum skora mörk, það er allskonar svona sem þú getur fundið. Þannig ég er ótrúlega ánægður með hugarfarið á þeim og líka mjög gaman að geta sett inn á unga stráka. Við settum 3 stráka inn á í dag sem eru í 2. flokki og 2 af þeim voru að spila sinn fyrsta leik í deild þannig að já bara rosalega ánægður með þennan dag."

Það voru margir sem bjuggust við KA andlausum í þetta umspil þar sem þeir geta ekki fallið með stigafjöldan sem þeir eru með. Það hefur hinsvegar ekki verið þannig og hafa þeir unnið báða leikina sína, er það pressuleysið sem er að hjálpa KA mönnum?

„Nei ég vona að við viljum spila þar sem er meiri pressa en það er ekkert launungarmál að núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag og við virkum bara svolítið ferskari. Við erum bara alltaf að vinna í okkar málum og við litum mjög vel út í dag en það eru ennþá atriði sem við erum að vinna í. Það gerir kannski að verkum þegar þú ert pressulaus að þú ert kannski afslappaðari í uppspilinu og það var mjög gaman að sjá það í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner