Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 24. september 2023 20:38
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með liðið sitt eftir að þeir unnu 4-2 útisigur á Fylki í neðra umspili Bestu deildar karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Ég er ótrúlega ánægður með sigurinn, flottur sigur, langt síðan við höfum unnið hérna, skorum 4 mörk og vorum rosalega flottir á boltanum. Þannig að ég er bara gríðarlega ánægður með þetta."

Harley Willard og Hallgrímur Steingrímsson skoruðu fyrstu 3 mörkin og voru þau hver önnur glæsilegri.

„Já mjög falleg mörk og svo er líka bara að menn skuli ná að mótivera sig í svona leik. Við spjölluðum um það fyrir leik að finna ástæðu til þess að mótivera sig, það er fullt af ástæðum. Við höfum ekki unnið hérna lengi, við viljum kannski halda hreinu við viljum skora mörk, það er allskonar svona sem þú getur fundið. Þannig ég er ótrúlega ánægður með hugarfarið á þeim og líka mjög gaman að geta sett inn á unga stráka. Við settum 3 stráka inn á í dag sem eru í 2. flokki og 2 af þeim voru að spila sinn fyrsta leik í deild þannig að já bara rosalega ánægður með þennan dag."

Það voru margir sem bjuggust við KA andlausum í þetta umspil þar sem þeir geta ekki fallið með stigafjöldan sem þeir eru með. Það hefur hinsvegar ekki verið þannig og hafa þeir unnið báða leikina sína, er það pressuleysið sem er að hjálpa KA mönnum?

„Nei ég vona að við viljum spila þar sem er meiri pressa en það er ekkert launungarmál að núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag og við virkum bara svolítið ferskari. Við erum bara alltaf að vinna í okkar málum og við litum mjög vel út í dag en það eru ennþá atriði sem við erum að vinna í. Það gerir kannski að verkum þegar þú ert pressulaus að þú ert kannski afslappaðari í uppspilinu og það var mjög gaman að sjá það í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir