Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   sun 24. september 2023 20:38
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með liðið sitt eftir að þeir unnu 4-2 útisigur á Fylki í neðra umspili Bestu deildar karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Ég er ótrúlega ánægður með sigurinn, flottur sigur, langt síðan við höfum unnið hérna, skorum 4 mörk og vorum rosalega flottir á boltanum. Þannig að ég er bara gríðarlega ánægður með þetta."

Harley Willard og Hallgrímur Steingrímsson skoruðu fyrstu 3 mörkin og voru þau hver önnur glæsilegri.

„Já mjög falleg mörk og svo er líka bara að menn skuli ná að mótivera sig í svona leik. Við spjölluðum um það fyrir leik að finna ástæðu til þess að mótivera sig, það er fullt af ástæðum. Við höfum ekki unnið hérna lengi, við viljum kannski halda hreinu við viljum skora mörk, það er allskonar svona sem þú getur fundið. Þannig ég er ótrúlega ánægður með hugarfarið á þeim og líka mjög gaman að geta sett inn á unga stráka. Við settum 3 stráka inn á í dag sem eru í 2. flokki og 2 af þeim voru að spila sinn fyrsta leik í deild þannig að já bara rosalega ánægður með þennan dag."

Það voru margir sem bjuggust við KA andlausum í þetta umspil þar sem þeir geta ekki fallið með stigafjöldan sem þeir eru með. Það hefur hinsvegar ekki verið þannig og hafa þeir unnið báða leikina sína, er það pressuleysið sem er að hjálpa KA mönnum?

„Nei ég vona að við viljum spila þar sem er meiri pressa en það er ekkert launungarmál að núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag og við virkum bara svolítið ferskari. Við erum bara alltaf að vinna í okkar málum og við litum mjög vel út í dag en það eru ennþá atriði sem við erum að vinna í. Það gerir kannski að verkum þegar þú ert pressulaus að þú ert kannski afslappaðari í uppspilinu og það var mjög gaman að sjá það í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner