Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   sun 24. september 2023 20:38
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með liðið sitt eftir að þeir unnu 4-2 útisigur á Fylki í neðra umspili Bestu deildar karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Ég er ótrúlega ánægður með sigurinn, flottur sigur, langt síðan við höfum unnið hérna, skorum 4 mörk og vorum rosalega flottir á boltanum. Þannig að ég er bara gríðarlega ánægður með þetta."

Harley Willard og Hallgrímur Steingrímsson skoruðu fyrstu 3 mörkin og voru þau hver önnur glæsilegri.

„Já mjög falleg mörk og svo er líka bara að menn skuli ná að mótivera sig í svona leik. Við spjölluðum um það fyrir leik að finna ástæðu til þess að mótivera sig, það er fullt af ástæðum. Við höfum ekki unnið hérna lengi, við viljum kannski halda hreinu við viljum skora mörk, það er allskonar svona sem þú getur fundið. Þannig ég er ótrúlega ánægður með hugarfarið á þeim og líka mjög gaman að geta sett inn á unga stráka. Við settum 3 stráka inn á í dag sem eru í 2. flokki og 2 af þeim voru að spila sinn fyrsta leik í deild þannig að já bara rosalega ánægður með þennan dag."

Það voru margir sem bjuggust við KA andlausum í þetta umspil þar sem þeir geta ekki fallið með stigafjöldan sem þeir eru með. Það hefur hinsvegar ekki verið þannig og hafa þeir unnið báða leikina sína, er það pressuleysið sem er að hjálpa KA mönnum?

„Nei ég vona að við viljum spila þar sem er meiri pressa en það er ekkert launungarmál að núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag og við virkum bara svolítið ferskari. Við erum bara alltaf að vinna í okkar málum og við litum mjög vel út í dag en það eru ennþá atriði sem við erum að vinna í. Það gerir kannski að verkum þegar þú ert pressulaus að þú ert kannski afslappaðari í uppspilinu og það var mjög gaman að sjá það í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner