Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   sun 24. september 2023 17:28
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Ingi: Horfði nákvæmlega eins við mér og öllum öðrum
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum klárlega séns á að jafna en ég hef sagt það í allt sumar að þú færð bara það sem þú átt skilið út úr leikjunum þínum. Í ljósi þess að við náðum ekki að brjóta þá hérna í seinni hálfleik þá áttu þeir bara sigurinn skilið.“ Voru orð svekkts þjálfara HK Ómars Inga Guðmundssonar eftir 2-1 tap HK gegn Keflavík þegar hann var spurður hvort HK hefði átt skilið að jafna leikinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 HK

Byrjun leiksins var fjörleg í meira lagi, snemma leik fékk Örvar Eggertsson dauðafæri einn gegn markmanni en lét verja frá sér. Aðeins örfáum sekúndum síðar var boltinn mættur í vítateig HK og vítaspyrna dæmd þegar brotið var á Nacho Heras. Þungt högg að fá á sig.

„Við brugðumst frábærlega við fórum beint upp og jöfnuðum og áttum nokkra ágætis spilkafla inn á milli í fyrri hálfleik. En heilt yfir var fyrri hálfeikur ekki nógu góður og því fór sem fór.“

Umdeilt atvik átti sér stað í síðari hálfleik þegar brotið var á Örvari Eggertssyni sem var að sleppa í gegn, Boltinn barst frá honum á varamanninn Tuma Þorvarsson sem var kominn einn gegn Mathias Rosenörn þegar Arnar Þór Stefánsson dómari leiksins ákvað að flauta og stöðva leikinn og dæma aukaspyrnu. Hvernig horfði það atvik við Ómari?

„Bara nákvæmlega eins og öllum öðrum held ég og ég bara ætla ekki að segja neitt meira en það.“

Sagði Ómar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir