Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   sun 24. september 2023 17:28
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Ingi: Horfði nákvæmlega eins við mér og öllum öðrum
watermark Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum klárlega séns á að jafna en ég hef sagt það í allt sumar að þú færð bara það sem þú átt skilið út úr leikjunum þínum. Í ljósi þess að við náðum ekki að brjóta þá hérna í seinni hálfleik þá áttu þeir bara sigurinn skilið.“ Voru orð svekkts þjálfara HK Ómars Inga Guðmundssonar eftir 2-1 tap HK gegn Keflavík þegar hann var spurður hvort HK hefði átt skilið að jafna leikinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 HK

Byrjun leiksins var fjörleg í meira lagi, snemma leik fékk Örvar Eggertsson dauðafæri einn gegn markmanni en lét verja frá sér. Aðeins örfáum sekúndum síðar var boltinn mættur í vítateig HK og vítaspyrna dæmd þegar brotið var á Nacho Heras. Þungt högg að fá á sig.

„Við brugðumst frábærlega við fórum beint upp og jöfnuðum og áttum nokkra ágætis spilkafla inn á milli í fyrri hálfleik. En heilt yfir var fyrri hálfeikur ekki nógu góður og því fór sem fór.“

Umdeilt atvik átti sér stað í síðari hálfleik þegar brotið var á Örvari Eggertssyni sem var að sleppa í gegn, Boltinn barst frá honum á varamanninn Tuma Þorvarsson sem var kominn einn gegn Mathias Rosenörn þegar Arnar Þór Stefánsson dómari leiksins ákvað að flauta og stöðva leikinn og dæma aukaspyrnu. Hvernig horfði það atvik við Ómari?

„Bara nákvæmlega eins og öllum öðrum held ég og ég bara ætla ekki að segja neitt meira en það.“

Sagði Ómar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner