Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 24. september 2023 17:28
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Ingi: Horfði nákvæmlega eins við mér og öllum öðrum
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum klárlega séns á að jafna en ég hef sagt það í allt sumar að þú færð bara það sem þú átt skilið út úr leikjunum þínum. Í ljósi þess að við náðum ekki að brjóta þá hérna í seinni hálfleik þá áttu þeir bara sigurinn skilið.“ Voru orð svekkts þjálfara HK Ómars Inga Guðmundssonar eftir 2-1 tap HK gegn Keflavík þegar hann var spurður hvort HK hefði átt skilið að jafna leikinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 HK

Byrjun leiksins var fjörleg í meira lagi, snemma leik fékk Örvar Eggertsson dauðafæri einn gegn markmanni en lét verja frá sér. Aðeins örfáum sekúndum síðar var boltinn mættur í vítateig HK og vítaspyrna dæmd þegar brotið var á Nacho Heras. Þungt högg að fá á sig.

„Við brugðumst frábærlega við fórum beint upp og jöfnuðum og áttum nokkra ágætis spilkafla inn á milli í fyrri hálfleik. En heilt yfir var fyrri hálfeikur ekki nógu góður og því fór sem fór.“

Umdeilt atvik átti sér stað í síðari hálfleik þegar brotið var á Örvari Eggertssyni sem var að sleppa í gegn, Boltinn barst frá honum á varamanninn Tuma Þorvarsson sem var kominn einn gegn Mathias Rosenörn þegar Arnar Þór Stefánsson dómari leiksins ákvað að flauta og stöðva leikinn og dæma aukaspyrnu. Hvernig horfði það atvik við Ómari?

„Bara nákvæmlega eins og öllum öðrum held ég og ég bara ætla ekki að segja neitt meira en það.“

Sagði Ómar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner