Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Antony: Bayern hringdi á gluggadeginum
Mynd: EPA
Antony, leikmaður Real Betis, segir frá því að hann hafi fengið símtal frá Bayern Munchen á gluggadeginum, lokadegi félagaskiptagluggans, áður en félagaskiptin frá Manchester United til Betis voru kláruð.

Brasilíski vængmaðurinn var keyptur á 25 milljónir punda til Betis, en áður en skiptin voru kláruð kom símtal frá Vincent Kompany.

„Ég ætla að vera alveg hreinskilinn núna, það kom mér smá á óvart," sagði Antony við Globo Esporte.

„Við erum að tala um risa í heimsfótboltanum, Bayern Munchen, þar sem er þjálfari með mjög öfluga sögu."

„Kompany hringdi í mig og við spjölluðum saman. Hann var ofboðslega kurteis við mig, sagði að hann hefði alltaf verið hrifinn af mínum leikstíl. Þetta kom skömmu fyrir miðnætti á gluggadeginum."

„Hvort sem ég vildi þetta eða ekki, en þetta hafði áhrif á mig út af stærð félagsins, stærð þjálfarans og hvernig hann talaði við mig,"
sagði Antony sem er 25 ára vængmaður sem hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í átta leikum með Betis á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner