Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 24. nóvember 2020 19:28
Anton Freyr Jónsson
Andri Freyr: Mikill metnaður í klúbbnum
Lengjudeildin
Andri Freyr Jónasson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni.
Andri Freyr Jónasson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni.
Mynd: Fjölnir
Hinn 22 ára gamli Andri Freyr Jónasson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Fjölni. Hann kemur til liðsins frá Aftureldingu eftir að hafa leikið þar allan sinn feril.

„Mjög spenntur. Spennandi verkefni framundan, það er engin spurning."

Andri Freyr segir að aðdragandinn hafi verið langur og hann hafi þurft að velja vel.

„Hann var þokkalega langur. Þeir höfðu samband um miðjan Október og eru búnir að sýna mér mikin áhuga, þeir sýndu mér líka góða þolinmæði, ég þurfi að velja vel og ég er mjög sáttur á endanum með valið."

Andri Freyr segir þetta hafa verið erfið ákvörðun. Afturelding reyndi að halda Andra og einnig voru fleiri lið í spilunum en Andri segir að Fjölnir hafi verið mest spennandi

„Afturelding vildi mikið halda mér, frábær klúbbur og félag sem ég elska náttúrulega en svona fyrir mig þá fannst mér vera komin tími á að taka næsta skref og fá nýja áskorun og aðeins meira modivation."

„Það voru aðeins fleiri lið í myndinni en Fjölnir mest spennandi og mikill metnaður í klúbbnum."

Fjölnir féll úr Pepsí Max-deildinni í sumar og segir Andri að markmiðið sé að fara beint upp aftur

„Já, engin spurning. Það er bara nákvæmlega stefnan og ég held að það sé mikill einhugur í mönnum um það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner