Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   þri 24. nóvember 2020 19:28
Anton Freyr Jónsson
Andri Freyr: Mikill metnaður í klúbbnum
Lengjudeildin
Andri Freyr Jónasson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni.
Andri Freyr Jónasson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni.
Mynd: Fjölnir
Hinn 22 ára gamli Andri Freyr Jónasson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Fjölni. Hann kemur til liðsins frá Aftureldingu eftir að hafa leikið þar allan sinn feril.

„Mjög spenntur. Spennandi verkefni framundan, það er engin spurning."

Andri Freyr segir að aðdragandinn hafi verið langur og hann hafi þurft að velja vel.

„Hann var þokkalega langur. Þeir höfðu samband um miðjan Október og eru búnir að sýna mér mikin áhuga, þeir sýndu mér líka góða þolinmæði, ég þurfi að velja vel og ég er mjög sáttur á endanum með valið."

Andri Freyr segir þetta hafa verið erfið ákvörðun. Afturelding reyndi að halda Andra og einnig voru fleiri lið í spilunum en Andri segir að Fjölnir hafi verið mest spennandi

„Afturelding vildi mikið halda mér, frábær klúbbur og félag sem ég elska náttúrulega en svona fyrir mig þá fannst mér vera komin tími á að taka næsta skref og fá nýja áskorun og aðeins meira modivation."

„Það voru aðeins fleiri lið í myndinni en Fjölnir mest spennandi og mikill metnaður í klúbbnum."

Fjölnir féll úr Pepsí Max-deildinni í sumar og segir Andri að markmiðið sé að fara beint upp aftur

„Já, engin spurning. Það er bara nákvæmlega stefnan og ég held að það sé mikill einhugur í mönnum um það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner