Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. nóvember 2022 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Auðvitað vildi ég spila fótbolta þessi ár"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Adolphsson ræddi við Fótbolta.net í upphafi vikunnar, Andri er genginn í raðir Stjörnunnar eftir sjö ár hjá Val.

Síðustu þrjú ár hjá Andra hafa einkennst af meiðslum og kom hann einungis við sögu í níu leikjum á tímabilunum 2020-2022, einn leik árið 2020 og átta leiki í fyrra.

2020 einkenndist af höfuðmeiðslum, Andri glímdi við vöðvameiðsl 2021 og í febrúar sleit hann krossband og missti því af öllu tímabilinu.

Sjá einnig:
Vill vinna titla í Garðabæ - „Eftir þessar samræður tók ég þessa erfiðu ákvörðun"

Andri er þrítugur og því að missa af nokkrum af sínum bestu árum sem fótboltamaður vegna meiðsla.

„Það er svolítið leiðinlegt að missa þessi ár út. 2020 var erfitt, höfuðmeiðslin rosalega skrítin og erfið að eiga við. Þetta (krossbandsslitið) er allt öðruvísi, þú veist alveg nákvæmlega hvað þú ert að fara í gegnum. En jú, auðvitað vildi ég spila fótbolta þessi ár, þannig það eru vonbrigði. En það er ýmislegt sem maður hefur getað gert í staðinn, þannig það er allt í góðu," sagði Andri. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Vill vinna titla í Garðabæ - „Eftir þessar samræður tók ég þessa erfiðu ákvörðun"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner