Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fim 24. nóvember 2022 11:10
Elvar Geir Magnússon
Of mikil dramatík truflaði einbeitingu Þjóðverja - Furðulegar skiptingar
Lothar Matthaeus.
Lothar Matthaeus.
Mynd: Getty Images
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: Getty Images
Þýskaland tapaði óvænt 2-1 fyrir Japan í gær og Lothar Matthäus er sem fyrr ekki feiminn við að segja sína skoðun. Hann telur að liðið hafi einfaldlega ekki verið með einbeitinguna á réttum stað.

Í undirbúningi fyrir leikinn var mikil umræða um hvort Manuel Neuer yrði með 'OneLove' fyrirliðabandið og í liðsmyndatöku fyrir leikinn héldu leikmenn Þýskalands fyrir munninn til að senda skilaboð.

„Það var of mikil dramatík í aðdragandanum, of margir hlutir sem voru mikilvægari en fótbolti. Þetta minnti mann á mótið fyrir fjórum árum," segir Matthäus, sem er fyrrum landsliðsmaður Þjóðverja, en á HM í Rússlandi 2018 endaði Þýskaland í neðsta sæti riðils síns.

„Svona hlutir trufla einbeitinguna, þetta fær þig til að hugsa um aðra hluti. Það gerir það að verkum að þig skortir mikilvæg 5-10 prósent."

Þýskir fjölmiðlar gagnrýna þjálfarann Hansi Flick sem hefur unnið þrjá af tíu síðustu leikjum. Skiptingar hans þóttu furðulegar.

„Flick tók fyrst Ilkay Gundogan af velli sem hafði verið besti maður vallarins og tók svo unga snillinginn Jamal Musiala af velli. Skyndilega hvarf flæðið og sjálfstraustið. Það er auðvelt að kenna þjálfaranum um tapið en í þessu tilfelli er það réttlætanlegt," var skrifað í Der Spiegel.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner