Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. janúar 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Farinn að halda að þeir hjá KSÍ séu með vitlaust númer hjá mér"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Viðar Ari Jónsson á skráða fimm A-landsleiki, hann er 26 ára gamall og kom fyrsti landsleikurinn árið 2017, gegn Síle í Kína. Hans síðasti landsleikur til þessa var gegn Indónesíu fyrir rúmum þremur árum síðan.

Þessi frétt er framhald á viðtali við Viðar sem birt var í hádeginu hér á Fótbolta.net. Lokaspurningin var um landsliðið.

Viðar hefur verið á mála hjá norskum félögum frá árinu 2017 en sumarið 2018 var hann lánaður til FH. Árið 2019 gekk hann í raðir Sandefjord og hefur átt tvö mjög góð tímabil með liðinu. Viðar er fjölhæfur hægri bakvörður sem getur leyst margar stöður.

Viðar var ekki valinn í landsliðið sem lék tvo æfingaleiki í Bandaríkjunum í janúar á síðasta ári.

Þá er það lokaspurningin, hún er kannski leiðinleg. Var svekkjandi að fá ekki landsliðskallið í byrjun síðasta árs eða pældiru ekkert í því?

„Já, leiðinda spurning hjá þér í lokin," sagði Viðar og hló.

„Það var vissulega svekkelsi að fá ekki að fara með síðasta janúar. Mér fannst ég hafa spilað vel tímabilið á undan, liðið komst upp um deild og ég spilaði flest allar mínútur. Mér fannst ég eiga sjénsinn fyllilega skilið, og var meira en klár. En það eru mörg tækifæri framundan og nýir möguleikar sem að ég hlakka til að takast á við. Ég er alltaf klár ef kallið kemur og mun gefa allt í verkefnið."

„Ég er farinn að halda að þeir hjá KSÍ séu með vitlaust númer hjá mér þannig að ég skil það eftir hér: 771***8 (þeir sjá það strax ef þetta stemmir), Viðar Ari Jónsson. Ég er eiginlega alltaf laus þannig þið bjallið bara,"
sagði Viðar vel léttur.

Viðtalið í heild sinni:
„Tel það enga tilviljun að allir sigrar nema einn komi þegar ég er í byrjunarliði"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner