Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. febrúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coutinho að reyna að gera of mikið - Ekki verið tekin ákvörðun
Coutinho er á láni hjá Bayern frá Barcelona.
Coutinho er á láni hjá Bayern frá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Hansi Flick, þjálfari Bayern München, sé að reyna að gera of mikið og það valdi því að hann taki rangar ákvarðanir.

Hinn 27 ára gamli Coutinho yfirgaf Liverpool árið 2018 og fór til Barcelona. Þar gekk honum ekki nægilega vel og var hann lánaður til Bayern fyrir þetta tímabil.

Coutinho hefur skorað sex mörk í 20 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni, þar af komu þrjú mörk og tvær stoðsendingar í einum leik í desember. Flick telur Brasilíumanninn geta gert betur.

„Frammistaða hans á æfingum gefur mér alltaf von um að hann muni standa sig vel," sagði Flick um Coutinho á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram í dag.

„Hann er hæfileikaríkur leikmaður sem setur of mikla pressu á sjálfan sig. Hann reynir alltaf að hafa áhrif á leikinn og eru ekki allar ákvarðanir réttar hjá honum. Við munum halda áfram að styðja við bakið á honum."

Bayern hefur möguleika á að kaupa Coutinho fyrir umsamið verð við Barcelona. Talið er að það verð séu 120 milljónir evra. Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern, segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um það hvort Coutinho verði keyptur.

Rummenigge segir að Coutinho hafi staðið sig mjög vel í sumum leikjum en ekki í öðrum, og þess vegna eigi eftir að taka ákvörðun.

„Núna verðum við að vona að hann verði mikilvægur þáttur í því að við vinnum titla," sagði framkvæmdastjórinn við Bild.
Athugasemdir
banner
banner