banner
   fim 25. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki talið að Maddison þurfi að fara í aðgerð - Ekki með í kvöld
Mynd: Getty Images
James Maddison verður ekki með Leicester í Evrópudeildinni í dag. Leicester á heimaleik við Slavia Prag frá Tékklandi.

Staðan í einvíginu er markalaus eftir fyrri leik liðanna.

Maddison er lykilmaður hjá Leicester en hann verður ekki með í kvöld vegna meiðsla.

Maddison er að glíma við meiðsli á mjöðm og ólíklegt þykir að hann þurfi að fara í aðgerð en hann hefur farið til London að hitta sérfræðing í þeim málum.

Enski miðjumaðurinn missti af lokahluta síðasta tímabils vegna svipaðra meiðsla. Hann fór í aðgerð á mjöðm í júlí síðastliðnum.

Það er vonandi að meiðsli þessa frábæra leikmanns séu ekki alvarleg. James Justin, Ayoze Perez, Dennis Praet og Wesley Fofana eru einnig á meiðslalistanum hjá Leicester. Þá er Kelechi Iheanacho í leikbanni.

Leicester er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og það verður spennandi að sjá hvort liðið komist áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner