Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. febrúar 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marseille að ráða Sampaoli - Stýrði Argentínu gegn Íslandi
Jorge Sampaoli.
Jorge Sampaoli.
Mynd: Getty Images
Franska úrvalsdeildarfélagið Marseille er að ráða Argentínumanninn Jorge Sampaoli sem næsta knattspyrnustjóra sinn.

Sampaoli virðist vera að taka við Marseille eftir að hafa yfirgefið Atletico Mineiro í Brasilíu.

„Viðræðurnar eru komnar langt en það er ekki búið að klára neitt," sagði heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar. „Það þarf að klára nokkur smáatriði en ég held að þetta muni ganga upp."

Samkvæmt franska íþróttablaðinu L'Equipe mun Sampaoli skrifa undir samning til 2023 við Marseille.

Portúgalanum Andre Villas-Boas var vikið úr starfi á dögunum. Hann var brjálaður yfir því að félagið hafi fengið Olivier Ntcham frá Celtic án þess að hann hefði nokkurn áhuga á því að fá leikmanninn til félagsins.

Sampaoli er meðal annars fyrrum þjálfari argentíska landsliðsins. Hann þjálfaði landsliðið á HM 2018 þegar það mætti Íslandi í fyrsta leik. Sá leikur endaði í eftirminnilegu jafntefli. Hann hefur einu sinni áður þjálfað evrópskt félagslið, það var spænska félagið Sevilla frá 2016 til 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner