
„Þetta var erfitt en við vissum það fyrir leikinn að þetta yrði erfitt, þetta var heimsklassa lið sem við vorum að spila á móti.“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir eftir 3-2 tap gegn Frakklandi í kvöld.
Var lagt upp með að liggja í skotgröfunum í kvöld?
„Já ég myndi segja það. Við lögðum upp með að halda þeim fyrir framan okkur og ekki leyfa þeim að spila í gegnum okkur. Mér fannst við gera það ágætlega. En í þau skipti sem þau spila í gegnum okkur skora þær. Ég veit ekki hvað ég á að segja.“
Alexandra segir að það segi margt að frakkar fari að tefja gegn Íslandi.
„Ég er svekkt yfir þessu og það segir mikið að Frakkland fari að tefja á móti Íslandi seinustu mínúturnar.“
Ísland náði alltaf að minnka muninn niður í eitt mark og halda okkur inn í leiknum þrátt fyrir tapið.
„Við komum alltaf til baka. Þetta er pirrandi eftir á því það voru tvö mörk sem mér fannst við geta gert aðeins betur í.“
Voru þær orðnar pirraðar undir lokin?
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu, þær voru pirraðar og við létum þetta kannski pirra okkur aðeins.“ sagði Alexandra að lokum
Viðtalið við Alexöndru má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir