Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. mars 2020 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Ashley Young gefur fólki ráðleggingar til að koma í veg fyrir smit
Ashley Young gefur ráð á Twitter
Ashley Young gefur ráð á Twitter
Mynd: Getty Images
Enski bakvörðurinn Ashley Young gaf fólki ráðleggingar við að koma í veg fyrir að smitast af kórónaveirunni á Twitter í gær en hann gerði langan þráð fyrir fylgjendur sína.

Young var keyptur til Inter frá Manchester United í janúar og býr því í Mílanó sem er í Lombardí-héraði. Mikið hefur verið um dauðsföll á því svæði eða 60 prósent af heildartölunni sem er nú í kringum sjö þúsund.

Hann gefur fólki ráðleggingar á Twitter og höfðar þar mest til Bretlandseyja en veiran breiðist hratt og hefur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja, boðað útgöngubann og má fólk aðeins fara í matvörubúðir eða til að kaupa nauðsynjar.

Johnson hefur greint þjóðinni frá því að ef fólk er að fara út í hópum þá mun lögreglan bregðast við.

Young hvetur fólk til að vera heima og ef það fer í matvörubúð að vera með hanska, sýna tillitsemi og einnig vera með klút eða eitthvað til að hylja andlitið. Einnig kemur hann inn á að fólk eigi ekki að vera gráðugt í verslunum og halda fjarlægð.

Hægt er að lesa skilaboðin hjá Young með því að ýta á tengilinn hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner