Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   lau 25. mars 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Jóhann Árni með tvennu gegn Blikum - Afturelding skoraði fjögur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það fóru tveir æfingaleikir fram í gær þar sem Breiðablik og Stjarnan skildu jöfn í fjögurra marka leik annars vegar og Afturelding fór létt með Kára hins vegar.


Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Dagur Örn Fjeldsted skoruðu mörk Blika á meðan Jóhann Árni Gunnarsson setti tvö fyrir Stjörnumenn.

Arnór Gauti Ragnarsson skoraði þá tvennu í 4-0 sigri Aftureldingar og komust Sævar Atli Hugason og Patrekur Orri Guðjónsson einnig á blað eftir hættulegar hornspyrnur Mosfellinga.

Afturelding á næst æfingaleik við ÍBV á fimmtudaginn og mætir svo til leiks í Mjólkurbikarnum viku síðar. Þar er spennandi leikur framundan gegn Grindavík. 

Breiðablik 2 - 2 Stjarnan
Mörk Breiðabliks: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Dagur Örn Fjeldsted
Mörk Stjörnunnar: Jóhann Árni Gunnarsson (2)

Afturelding 4 - 0 Kári
Mörk Aftureldingar:
 Arnór Gauti Ragnarsson (2), Sævar Atli Hugason, Patrekur Orri Guðjónsson


Athugasemdir
banner
banner
banner