Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
   þri 25. mars 2025 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tapaði í úrslitum Kjarnafæðimótsins gegn grönnum sínum í Þór eftir svakalega vítaspyrnukeppni. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 5 -  6 Þór

„Mikil barátta, alltof mikið stopp. Eðlilega þegar Þór verða einum færri sitjum við meira á þeim en því miður náðum við ekki að skora. Þór vörðust vel og ég óska þeim til hamingju, unnu þennan leik í ótrúlegum bráðabana í vítaspyrnukeppni," sagði Haddi.

„Við lágum á þeim og sköpuðum aðeins, ekki nóg. Auðvitað eigum við að skora, við fáum færi, boltinn fer í stöngina og hann ver vel í markinu nokkrum sinnum. Við sitjum eðlilega meira á boltanum í seinni hálfleik, margt ágætt en við eigum að skora einum fleiri heilan hálfleik."

KA þurfti að gera þrjár skiptingar í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Stubbur meiddist í fyrri hálfleik og William Tönning, sem gekk til liðs við KA í dag, kom inn á í sinn fyrsta leik og meiddist einnig.

„Ég held að það hafi sex meiðst í þessum leik. Þetta eltir okkur, sem er óþolandi. Báðir markmennirnir okkar, ég var ekki parsáttur við Þórsarana þegar þeir tóku báða markmennina okkar úr leik, annar er nefbrotinn," sagði Haddi.

„Það er vont að missa menn í meiðsli. Svona er þetta stundum, við þurfum að gera það besta úr stöðunni, það er ekkert svartnætti, mótið er ekki byrjað. Þetta var góður æfingaleikur, við vitum að við fáum alltaf góða æfingaleiki út úr þessu en neikvætt að menn voru að meiðast."
Athugasemdir
banner
banner