Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 25. mars 2025 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tapaði í úrslitum Kjarnafæðimótsins gegn grönnum sínum í Þór eftir svakalega vítaspyrnukeppni. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 5 -  6 Þór

„Mikil barátta, alltof mikið stopp. Eðlilega þegar Þór verða einum færri sitjum við meira á þeim en því miður náðum við ekki að skora. Þór vörðust vel og ég óska þeim til hamingju, unnu þennan leik í ótrúlegum bráðabana í vítaspyrnukeppni," sagði Haddi.

„Við lágum á þeim og sköpuðum aðeins, ekki nóg. Auðvitað eigum við að skora, við fáum færi, boltinn fer í stöngina og hann ver vel í markinu nokkrum sinnum. Við sitjum eðlilega meira á boltanum í seinni hálfleik, margt ágætt en við eigum að skora einum fleiri heilan hálfleik."

KA þurfti að gera þrjár skiptingar í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Stubbur meiddist í fyrri hálfleik og William Tönning, sem gekk til liðs við KA í dag, kom inn á í sinn fyrsta leik og meiddist einnig.

„Ég held að það hafi sex meiðst í þessum leik. Þetta eltir okkur, sem er óþolandi. Báðir markmennirnir okkar, ég var ekki parsáttur við Þórsarana þegar þeir tóku báða markmennina okkar úr leik, annar er nefbrotinn," sagði Haddi.

„Það er vont að missa menn í meiðsli. Svona er þetta stundum, við þurfum að gera það besta úr stöðunni, það er ekkert svartnætti, mótið er ekki byrjað. Þetta var góður æfingaleikur, við vitum að við fáum alltaf góða æfingaleiki út úr þessu en neikvætt að menn voru að meiðast."
Athugasemdir
banner
banner