Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 25. apríl 2021 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Lið Hlínar fer ekki vel af stað í deildinni
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir lék í dag allan leikinn fyrir Piteå er liðið þurfti að sætta sig við tap í sænsku úrvalsdeildinni.

Piteå fékk Eskilstuna í heimsókn þegar Fanny Victoria Andersson skoraði á elleftu mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Eskilstuna en þær bættu svo við öðru marki eftir rúmlega klukkutíma leik.

Hlín og stöllur hennar voru með engin svör og lokatölur því 2-0 fyrir Eskilstuna.

Piteå er á botni sænsku úrvalsdeildarinnar án stiga eftir tvo leiki. Hlín hefur byrjað fyrstu tvo leiki tímabilsins. Hún er tvítug að aldri en hún kom til Piteå frá Val fyrir þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner