Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evra vill berjast við Suarez - „Hann má bíta"
Patrice Evra og Luis Suarez
Patrice Evra og Luis Suarez
Mynd:
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Man Utd, hefur snúið sér að nýrri íþrótt en þessi 43 ára gamli Frakki ætlar að berjast í blönduðum bardagalistum í næsta mánuði.

Hann mun berjast á viðburði í París á vegum PFL Europe. Hann mun keppa þann 23 maí en andstæðingurinn hefur ekki verið kynntur.

Þegar Evra var spurður að því hvaða andstæðing hann vildi sagði hann: „Luis Suarez, ég mun borga sjálfur fyrir það. Hann má meira segja bíta mig."

Evra og Suarez elduðu grátt silfur saman en árið 2011 var Suarez dæmdur í bann fyrir rasisma í garð Evra í leik Man Utd gegn Liverpool. Það virðist vera svo að Evra er ekki búinn að grafa stríðsöxina.

Athugasemdir
banner