Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Roma og Napoli á eftir Hudson-Odoi
Mynd: EPA
Callum Hudson-Odoi, leikmaður Nottingham Forest, er eftirsóttur en tvö lið á Ítalíu hafa mikinn áhuga á honum.

Um er að ræða Roma og Napoli en Sky Sports segir frá því að tvö ónefnd ensk félög hafi einnig áhuga á honum.

Samningur hans við enska félagið rennur út sumarið 2026 en Forest er í viðræðum við leikmanninn um framlengingu á samningnum.

Hudson-Odoi er sjálfur einbeittur á að klára tímabilið þar sem Forest er í undanúrslitum enska bikarsins og í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner