mán 25. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Eva Rut Ásþórsdóttir.
Eva Rut Ásþórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgerður Ósk Valsdóttir.
Valgerður Ósk Valsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafrún Rakel Halldórsdóttir gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu eftir tímabilið í fyrra. Hafrún hefur, þrátt fyrir ungan aldur, leikið tvö heil tímabil með Aftureldingu og kom einnig við sögu í níu leikjum sumarið 2017.

Hafrún er í U19 ára landsliðinu og hefur alls leikið 24 yngri landsliðsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Á síðustu leiktíð skoraði hún fimm mörk í sautján leikjum með Aftureldingu í Inkasso-deildinni. Í dag sýnir Hafrún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hafrún Rakel Halldórsdóttir

Gælunafn: Hef heyrt Haffs og Haffa en það gengur ekkert að festa það

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: í maí 2017

Uppáhalds drykkur: Grænn kristall í dós

Uppáhalds matsölustaður: Ísey skyrbar er frábær

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl en mamma er dugleg að lána

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: Post Malone

Fyndnasti Íslendingurinn: Hef gaman af Steinda Jr

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hockey Pulver, lúxus dýfa og daim er góð blanda

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “hæ viltu fara á Esjuna?”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert sem mér dettur í hug í fljótu bragði

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hlín Eiríks

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Steini Halldórs og Júlli

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Evelina í sænska landsliðinu er óþolandi góð

Sætasti sigurinn: Sigurinn á Þýskalandi á La Manga stendur upp úr

Mestu vonbrigðin: Held að mesti skellurinn sé að hafa ekki getað farið í milliriðilinn í Hollandi um páskana vegna covid19

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi ekki vera á móti því að fá Evu Rut úr Fylki

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sara Dögg Ásþórsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Jason Daði Svanþórsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Guðrún Elísabet

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Kristjana Sigurz er öflug

Uppáhalds staður á Íslandi: Vel kosy í bústaðnum

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var einhver meistari sem hrækti viljandi framan í mig

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tek einn Friends þátt

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með úrslitakeppninni í handbolta en væri þakklát fyrir hvað sem er núna

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Bleikum Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Er hrikalega slöpp í landafræði

Vandræðalegasta augnablik: Eins leiðinlega og það hljómar þá man ég ekki eftir neinu rosalegu en ég gleymdi einu sinni takkaskónum mínum uppi á hóteli fyrir landsliðsæfingu í Svíþjóð og þurfti að æfa í takkaskóm af farastjóranum sem voru 5 númerum of stórir, það var ekki skemmtilegt og frekar vandræðalegt þegar ég þurfti að tilkynna þjálfaranum mínum það vegna þess að það eina sem við áttum að muna eftir voru takkaskór

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Sveindísi fyrir nammið og stemninguna, Evu Rut fyrir góða tóna og Valgerði Ósk til að halda mér við efnið

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef handleggsbrotnað 6 sinnum

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Agla María, gerði mér einfaldlega bara ekki grein fyrir hversu góð hún er

Hverju laugstu síðast: Var búin að steingleyma teams fundi í skólanum og svaf yfir mig, laug að kennaranum að tölvan væri biluð

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp, vel boring

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Dagurinn er bara frekar basic, vakna og fer að læra og tek æfingu seinnipartinn. Restin af deginum fer í að chilla, horfa á þætti og borða með fjölskyldunni.

Þú getur keypt Hafrúnu í Draumaliðsdeild 50skills - Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner