Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mið 25. maí 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron kom ekki til greina eftir ákvörðun stjórnarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er búinn að tala við marga af þeim sem eru ekki í hópnum. KSÍ gaf út fréttatilkynningu í dag með ákvörðun stjórnar. Það er léttir fyrir mig, ég hef kallað eftir ramma til að fara eftir frá því í september," sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson aðspurður út í hvort hefði komið til greina að velja Aron Einar Gunnarsson í landsliðið.

„Það hefur ekki verið skemmtilegt að þurfa sigla framhjá ákveðnum hlutum. Aron Einar fellur enn undir þessari ákvörðun stjórnar. Ég sem þjálfari vinn bara undir þessum verkreglum," bætti Arnar við.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að héraðssaksóknari ákvað að fella niður kynferðisbrotamál gegn Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni.

Mbl.is segir að konan sem kærði þá hafi ákveðið að kæra niðurstöðu héraðssaksóknara um niðurfellingu.

Aron, sem hefur ekki verið í landsliðinu frá því í júní í fyrra, kom því ekki til greina í landsliðsval Arnars. Á fréttamannafundi í dag sagði Arnar að Aron væri sá eini sem fellur undir þessa viðbragðsáætlun.

Ákvörðun stjórnarinnar var send til fjölmiðla fyrr í dag.

Sjá einnig:
Stjórn KSÍ: Viðkomandi gert að stíga til hliðar ef meint brot eru til rannsóknar

Fréttin hefur verið uppfærð
Athugasemdir
banner